Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. maí 2022 18:25 Súðavíkurhlíðin getur reynst hættuleg. Stöð 2 Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“ Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“
Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira