„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2022 07:01 Hildur Ottesen Hauksdóttir söðlaði nýverið um í starfi og réði sig sem markaðs- og kynningastjóri hjá Hörpu. Áður starfaði hún í Arion banka í fjórtán ár. Hildur hefur samt starfað víða erlendis: Grikklandi, Portúgal, Kúbu, Kanaríeyjum, Mallorca og á meginlandi Spánar en upphaflega hófst það ævintýri á því að þegar hún var í háskólanum fór hún í skiptinám í lítinn bæ til Spánar. Hildur hvetur háskólanema til að nýta sér það tækifæri að fara í skiptinám því það getur opnað margar dyr og er dýrmæt reynsla. Vísir/Vilhelm „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. Því Hildur hefur starfað í ýmsum löndum: Grikklandi, Portúgal, Kúbu, Kanaríeyjum, Mallorca og á meginlandi Spánar. Fyrir stuttu skipti Hildur um starfsvettvang, réði sig sem markaðs- og kynningastjóra Hörpu eftir fjórtán ára starfstíma hjá Arion banka. Starfið í Hörpu var auglýst og segist Hildur upplifa nýja starfið eins og allt sé að smella saman: Nám og starfsreynsla sé að nýtast vel í nýju starfi. Hildur segist vissulega stundum sakna sólarinnar og hitans í útlöndum. En í dag er hún 42 ára og sjálfstæð með tvö börn á níunda og tólfta ári og býr upp á Vatnsenda við Elliðavatn. „Þaðan tek ég göngutúr niður götuna til að kaupa egg beint af býli.“ Foreldrarnir höfðu mikil áhrif Hildur segist hafa erft útþrána frá báðum foreldrum sínum. Faðir hennar lést í fyrra, Haukur Ottesen, en hann starfaði sem íþróttakennari á veturnar og farastjóri á sumrin til fjölda ára. Sem þýddi að eins og skólaárið var hér áður fyrr, fór Haukur til Spánar í lok maí en kom heim í byrjun september. Hildur segir móður sína, Guðlaugu Þorgeirsdóttur, hafa verið duglega að ferðast með þær systurnar en eins líka að hvetja þær til að grípa öll tækifæri til að ferðast og prófa nýja hluti. Pabbi Hildar starfaði mest sem farastjóri á Spáni og þangað fóru mæðgurnar oft að heimsækja hann. „Ég var einungis 12 ára þegar ég ákvað að þetta tungumál yrði ég að læra, það er svo fallegt,“ segir Hildur og bætir við: „Ætli það hafi ekki verið upphafið að þessari vegferð sem ég lagði í en ég átti eftir að starfa og búa á Spáni ásamt fleiri löndum eftir tvítugt.“ Þá segir Hildur tónlistaráhugann sinn hafa fylgt sér frá því að hún var barn. „Þegar ég var níu ára fóru foreldrar mínir með mig á Vesalingana í Þjóðleikhúsinu einnig hef ég farið víða erlendis á tónleika og tónleika hátíðir í gegnum árin og séð fjöldann allan af þekktum hljómsveitum.“ Hildur segist enn alltaf vera að slökkva ljós til að spara rafmagn því þegar hún bjó á Spáni upplifði hún það hversu dýrt rafmagnið þar var. Mestu viðbrigðin voru samt að búa á Kúbu því þar er lífið svo ólíkt því sem við eigum að venjast. Í dag býr Hildur með börnin sín tvö við Elliðavatn og er fyrst og fremst alsæl yfir því að hafa fundið draumastarfið.Vísir/Vilhelm Skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis Hildur er með BA í spænsku og BS í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Þegar Hildur var í háskólanum fór hún í skiptinám einn vetur. Hún hvetur háskólanema til að nýta sér þetta tækifæri því það víkki svo sannarlega sjóndeildarhringinn. „Það reynir á en á sama tíma kennir það manni svo margt, þá sérstaklega um sjálfan sig.“ Staðurinn sem Hildur fór til í skiptinámi var lítill bær sem heitir Cáceres á Spáni. Þar bjó hún ásamt öðrum frönskum Erasmus nema í einn vetur, sem hún þekkti ekki aður en komið var út. Sem voru nokkur viðbrigði. Þegar að ég bjó í Cáceres var ég bara með einn rafmagnsofn yfir veturinn og hann fylgdi mér um alla íbúð. Hann var á hjólum og ég þegar ég vaknaði á morgnana þá rúllaði ég honum með mér inn á bað meðan ég fór í sturtu, svo rúllaði ég honum inn í eldhús að borða og svo aftur inn í herbergi og svona gekk þetta meðan það var kaldast. Ekki það að kuldinn hafi verið mikill, eiginlega eins og ágætis sumar á Íslandi en íbúðin var köld.“ Í upphafi var ætlunin að búa í Cáceres í einn vetur og fara síðan aftur heim. En þau plön breyttust. Því Hildur endaði með að koma ekki heim fyrr en þremur árum síðar. „Eftir veturinn í Cáceres fór ég beint yfir til Mallorca að vinna í fararstjórn og þá var ekki aftur snúið. Það var frábær lífsreynsla að starfa erlendis og kynnast mismunandi menningarheimum.“ Næstu árin starfaði Hildur eins og áður sagði í nokkrum löndum. Alltaf í nokkra mánuði í senn. „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið.“ Hildur bendir á að á þessum tíma var staðan nokkuð öðruvísi en nú er. Því fyrir fimmtán árum síðan máttu til dæmis Bandaríkjamenn ekki fara til Kúbu, heimafólk mátti ekki ganga inn á hótel þar nema sem starfsfólk og ýmislegt fleira í þeim dúr. „Við fórum alltaf með fullar ferðatöskur af alls kyns fötum, snyrtivörum og raftækjum, sem í okkar umhverfi voru nánast úreld, til að gefa fólkinu úti.“ Margt frá þessum árum segir Hildur síðan að hafi orðið að lífstíl eða vana sem hún býr enn við. Til dæmis lærði hún á Spáni að vera sparsöm á rafmagn því víða erlendis er rafmagn mjög dýrt. „Ég er enn labbandi um alla íbúð að slökkva ljósin á eftir heimilisfólkinu, ætli sá vani hætti nokkurn tímann.“ Setti sér markmið Árið 2006 sneri Hildur aftur heim til Íslands. Markmiðið var alltaf að starfa áfram í ferðabransanum en þegar heim var komið átti sá geiri ekki eins vel við Hildi og að starfa sem farastjóri erlendis. Hildur réði sig því til Kaupþings og hugsaði með sér að þar sem bankinn var með útibú í nokkrum löndum, væri aldrei að vita hvort starfið þar gæti opnað einhver tækifæri erlendis. En síðan kom bankahrunið. Hildur segist þó sem betur fer hafa verið ein af þeim heppnu því hún fékk tækifæri til að starfa í Arion banka og endaði með að vera þar í alls fjórtán ár. Þar sem enginn dagur var eins. „Ég var viðburðarstjóri bankans í sjö ár, var á samskiptasviði og svo sem vörumerkjastjóri í markaðsdeildinni.“ Hildur segist því hafa fengið frábæra og fjölbreytta reynslu af því að starfa í bankanum. Fyrir fjórum til fimm árum síðan tók Hildur ákvörðun um að tileinka sér alla nýja tækni tengda vinnunni. Sem í raun þýðir að Hildur setti sér markmið um að læra vel á hina stafrænu veröld sem er að fylgja atvinnulífinu inn í fjórðu iðnbyltinguna. Með því að setja sér þetta markmið lærði Hildur á ýmis ný kerfi, stafræna markaðssetningu, vefumsjón og jók almennt alla þekkingu og skilning á þessum stafræna heimi. „Sú ákvörðun á líka stóran þátt í því hvar ég er í dag og að ég vildi láta reyna á þessa þekkingu í nýju starfi og sá fjöldann allan af ónýttum tækifærum fyrir Hörpu.“ Þegar starfið í Hörpu var auglýst fannst Hildi það strax tala sterkt til sín. Að í þessu starfi myndi reynslan, menntunin og áhugamálin öll sameinast í einu starfi. Hildur segist samt ekki sú týpa sem stekkur í breytingar af hvatvísi. Að hætta í ferðaþjónustunni eða að hætta í bankanum hafi hvoru tveggja verið ákvarðanir sem hún tók sér tíma í að hugsa um, vega og meta. En hún er spennt fyrir nýja starfinu og upplifir það nánast eins og draum að vera nú starfandi í hjarta menningar og mannlífs. „Að taka þátt í þessu er geggjað! Lítandi til baka þá er nánast eins og ég hafi stefnt að þessu starfi og sankað að mér öllu í gegnum árin til að takast á við þetta frábæra starf hér í Hörpu. Það verður spennandi að leggja mitt á vogarskálarnar við uppbyggingu á Hörpu til framtíðar.“ Hér situr Hildur á listaverkingu Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur en það var vígt á Hörputorgi um helgina. Hildur segist spennt fyrir nýja starfinu því strax og hún sá auglýsinguna fannst henni starfslýsingin sameina allt í einn pakka: Reynsluna, menntunina og ástríðuna. Hildur missti föður sinn í fyrra og segir sorgina hafa kennt sér enn betur hversu mikilvægt það er að njóta lífsins og vera ánægður í lífi og starfi.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Og eftir skemmtilegan og spennandi starfsferil lumar Hildur auðvitað á ýmsum góðum ráðum. Til dæmis það að vera alltaf opin fyrir því og hafa sterka löngun til að læra meira og vita meira. Það geri hreinlega alla daga skemmtilegri. Hildur hvetur því fólk til að velta fyrir sér markmiðum eins og til dæmis það að taka hreinlega ákvörðun um að læra sem mest á alla nýja tækni í starfi og sínum starfsgeira. Það eitt og sér geti borgað sig margfalt, til dæmis þegar ný starfstækifæri banka á dyrnar síðar. Í samanburði við að starfa erlendis segist Hildur helst geta bent á að í þeim löndum sem hún starfaði í, er lífsmátinn almennt mun afslappaðri en hér. „Þar spilar inn í heitara loftslag, fólk er eðlilega mikið úti við, borðar oft úti og það er setið lengi við. Ég verð að viðurkenna að ég sakna þessa lífstíls oft og góða veðursins.“ Að njóta lífsins og vera meðvituð er hins vegar eitthvað sem Hildur leggur áherslu á. Þar segist hún hafa lært margt þegar hún missti föður sinn. Eftir að ég missti pabba minn í fyrra einungis tæplega 68 ára gamlan, þá áttar maður sig enn frekar á því að lífið er of stutt til að hafa ekki gaman og gera ekki það sem maður brennur fyrir. Það er klisja en kannski af ástæðu en þegar maður er í vinnu sem maður elskar þá er það ekki vinna.“ Hildur tekur þó fram að auðvitað sé það á endanum fjölskyldan sem skipti mestu máli. „En að vera í vinnu sem manni líður vel í gerir það að verkum að maður er ánægðari með fjölskyldunni.“ Starfsframi Íslendingar erlendis Menning Auglýsinga- og markaðsmál Góðu ráðin Harpa Tengdar fréttir Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. 2. maí 2022 07:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Því Hildur hefur starfað í ýmsum löndum: Grikklandi, Portúgal, Kúbu, Kanaríeyjum, Mallorca og á meginlandi Spánar. Fyrir stuttu skipti Hildur um starfsvettvang, réði sig sem markaðs- og kynningastjóra Hörpu eftir fjórtán ára starfstíma hjá Arion banka. Starfið í Hörpu var auglýst og segist Hildur upplifa nýja starfið eins og allt sé að smella saman: Nám og starfsreynsla sé að nýtast vel í nýju starfi. Hildur segist vissulega stundum sakna sólarinnar og hitans í útlöndum. En í dag er hún 42 ára og sjálfstæð með tvö börn á níunda og tólfta ári og býr upp á Vatnsenda við Elliðavatn. „Þaðan tek ég göngutúr niður götuna til að kaupa egg beint af býli.“ Foreldrarnir höfðu mikil áhrif Hildur segist hafa erft útþrána frá báðum foreldrum sínum. Faðir hennar lést í fyrra, Haukur Ottesen, en hann starfaði sem íþróttakennari á veturnar og farastjóri á sumrin til fjölda ára. Sem þýddi að eins og skólaárið var hér áður fyrr, fór Haukur til Spánar í lok maí en kom heim í byrjun september. Hildur segir móður sína, Guðlaugu Þorgeirsdóttur, hafa verið duglega að ferðast með þær systurnar en eins líka að hvetja þær til að grípa öll tækifæri til að ferðast og prófa nýja hluti. Pabbi Hildar starfaði mest sem farastjóri á Spáni og þangað fóru mæðgurnar oft að heimsækja hann. „Ég var einungis 12 ára þegar ég ákvað að þetta tungumál yrði ég að læra, það er svo fallegt,“ segir Hildur og bætir við: „Ætli það hafi ekki verið upphafið að þessari vegferð sem ég lagði í en ég átti eftir að starfa og búa á Spáni ásamt fleiri löndum eftir tvítugt.“ Þá segir Hildur tónlistaráhugann sinn hafa fylgt sér frá því að hún var barn. „Þegar ég var níu ára fóru foreldrar mínir með mig á Vesalingana í Þjóðleikhúsinu einnig hef ég farið víða erlendis á tónleika og tónleika hátíðir í gegnum árin og séð fjöldann allan af þekktum hljómsveitum.“ Hildur segist enn alltaf vera að slökkva ljós til að spara rafmagn því þegar hún bjó á Spáni upplifði hún það hversu dýrt rafmagnið þar var. Mestu viðbrigðin voru samt að búa á Kúbu því þar er lífið svo ólíkt því sem við eigum að venjast. Í dag býr Hildur með börnin sín tvö við Elliðavatn og er fyrst og fremst alsæl yfir því að hafa fundið draumastarfið.Vísir/Vilhelm Skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis Hildur er með BA í spænsku og BS í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Þegar Hildur var í háskólanum fór hún í skiptinám einn vetur. Hún hvetur háskólanema til að nýta sér þetta tækifæri því það víkki svo sannarlega sjóndeildarhringinn. „Það reynir á en á sama tíma kennir það manni svo margt, þá sérstaklega um sjálfan sig.“ Staðurinn sem Hildur fór til í skiptinámi var lítill bær sem heitir Cáceres á Spáni. Þar bjó hún ásamt öðrum frönskum Erasmus nema í einn vetur, sem hún þekkti ekki aður en komið var út. Sem voru nokkur viðbrigði. Þegar að ég bjó í Cáceres var ég bara með einn rafmagnsofn yfir veturinn og hann fylgdi mér um alla íbúð. Hann var á hjólum og ég þegar ég vaknaði á morgnana þá rúllaði ég honum með mér inn á bað meðan ég fór í sturtu, svo rúllaði ég honum inn í eldhús að borða og svo aftur inn í herbergi og svona gekk þetta meðan það var kaldast. Ekki það að kuldinn hafi verið mikill, eiginlega eins og ágætis sumar á Íslandi en íbúðin var köld.“ Í upphafi var ætlunin að búa í Cáceres í einn vetur og fara síðan aftur heim. En þau plön breyttust. Því Hildur endaði með að koma ekki heim fyrr en þremur árum síðar. „Eftir veturinn í Cáceres fór ég beint yfir til Mallorca að vinna í fararstjórn og þá var ekki aftur snúið. Það var frábær lífsreynsla að starfa erlendis og kynnast mismunandi menningarheimum.“ Næstu árin starfaði Hildur eins og áður sagði í nokkrum löndum. Alltaf í nokkra mánuði í senn. „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið.“ Hildur bendir á að á þessum tíma var staðan nokkuð öðruvísi en nú er. Því fyrir fimmtán árum síðan máttu til dæmis Bandaríkjamenn ekki fara til Kúbu, heimafólk mátti ekki ganga inn á hótel þar nema sem starfsfólk og ýmislegt fleira í þeim dúr. „Við fórum alltaf með fullar ferðatöskur af alls kyns fötum, snyrtivörum og raftækjum, sem í okkar umhverfi voru nánast úreld, til að gefa fólkinu úti.“ Margt frá þessum árum segir Hildur síðan að hafi orðið að lífstíl eða vana sem hún býr enn við. Til dæmis lærði hún á Spáni að vera sparsöm á rafmagn því víða erlendis er rafmagn mjög dýrt. „Ég er enn labbandi um alla íbúð að slökkva ljósin á eftir heimilisfólkinu, ætli sá vani hætti nokkurn tímann.“ Setti sér markmið Árið 2006 sneri Hildur aftur heim til Íslands. Markmiðið var alltaf að starfa áfram í ferðabransanum en þegar heim var komið átti sá geiri ekki eins vel við Hildi og að starfa sem farastjóri erlendis. Hildur réði sig því til Kaupþings og hugsaði með sér að þar sem bankinn var með útibú í nokkrum löndum, væri aldrei að vita hvort starfið þar gæti opnað einhver tækifæri erlendis. En síðan kom bankahrunið. Hildur segist þó sem betur fer hafa verið ein af þeim heppnu því hún fékk tækifæri til að starfa í Arion banka og endaði með að vera þar í alls fjórtán ár. Þar sem enginn dagur var eins. „Ég var viðburðarstjóri bankans í sjö ár, var á samskiptasviði og svo sem vörumerkjastjóri í markaðsdeildinni.“ Hildur segist því hafa fengið frábæra og fjölbreytta reynslu af því að starfa í bankanum. Fyrir fjórum til fimm árum síðan tók Hildur ákvörðun um að tileinka sér alla nýja tækni tengda vinnunni. Sem í raun þýðir að Hildur setti sér markmið um að læra vel á hina stafrænu veröld sem er að fylgja atvinnulífinu inn í fjórðu iðnbyltinguna. Með því að setja sér þetta markmið lærði Hildur á ýmis ný kerfi, stafræna markaðssetningu, vefumsjón og jók almennt alla þekkingu og skilning á þessum stafræna heimi. „Sú ákvörðun á líka stóran þátt í því hvar ég er í dag og að ég vildi láta reyna á þessa þekkingu í nýju starfi og sá fjöldann allan af ónýttum tækifærum fyrir Hörpu.“ Þegar starfið í Hörpu var auglýst fannst Hildi það strax tala sterkt til sín. Að í þessu starfi myndi reynslan, menntunin og áhugamálin öll sameinast í einu starfi. Hildur segist samt ekki sú týpa sem stekkur í breytingar af hvatvísi. Að hætta í ferðaþjónustunni eða að hætta í bankanum hafi hvoru tveggja verið ákvarðanir sem hún tók sér tíma í að hugsa um, vega og meta. En hún er spennt fyrir nýja starfinu og upplifir það nánast eins og draum að vera nú starfandi í hjarta menningar og mannlífs. „Að taka þátt í þessu er geggjað! Lítandi til baka þá er nánast eins og ég hafi stefnt að þessu starfi og sankað að mér öllu í gegnum árin til að takast á við þetta frábæra starf hér í Hörpu. Það verður spennandi að leggja mitt á vogarskálarnar við uppbyggingu á Hörpu til framtíðar.“ Hér situr Hildur á listaverkingu Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur en það var vígt á Hörputorgi um helgina. Hildur segist spennt fyrir nýja starfinu því strax og hún sá auglýsinguna fannst henni starfslýsingin sameina allt í einn pakka: Reynsluna, menntunina og ástríðuna. Hildur missti föður sinn í fyrra og segir sorgina hafa kennt sér enn betur hversu mikilvægt það er að njóta lífsins og vera ánægður í lífi og starfi.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Og eftir skemmtilegan og spennandi starfsferil lumar Hildur auðvitað á ýmsum góðum ráðum. Til dæmis það að vera alltaf opin fyrir því og hafa sterka löngun til að læra meira og vita meira. Það geri hreinlega alla daga skemmtilegri. Hildur hvetur því fólk til að velta fyrir sér markmiðum eins og til dæmis það að taka hreinlega ákvörðun um að læra sem mest á alla nýja tækni í starfi og sínum starfsgeira. Það eitt og sér geti borgað sig margfalt, til dæmis þegar ný starfstækifæri banka á dyrnar síðar. Í samanburði við að starfa erlendis segist Hildur helst geta bent á að í þeim löndum sem hún starfaði í, er lífsmátinn almennt mun afslappaðri en hér. „Þar spilar inn í heitara loftslag, fólk er eðlilega mikið úti við, borðar oft úti og það er setið lengi við. Ég verð að viðurkenna að ég sakna þessa lífstíls oft og góða veðursins.“ Að njóta lífsins og vera meðvituð er hins vegar eitthvað sem Hildur leggur áherslu á. Þar segist hún hafa lært margt þegar hún missti föður sinn. Eftir að ég missti pabba minn í fyrra einungis tæplega 68 ára gamlan, þá áttar maður sig enn frekar á því að lífið er of stutt til að hafa ekki gaman og gera ekki það sem maður brennur fyrir. Það er klisja en kannski af ástæðu en þegar maður er í vinnu sem maður elskar þá er það ekki vinna.“ Hildur tekur þó fram að auðvitað sé það á endanum fjölskyldan sem skipti mestu máli. „En að vera í vinnu sem manni líður vel í gerir það að verkum að maður er ánægðari með fjölskyldunni.“
Starfsframi Íslendingar erlendis Menning Auglýsinga- og markaðsmál Góðu ráðin Harpa Tengdar fréttir Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. 2. maí 2022 07:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. 2. maí 2022 07:00
Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00
37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00
Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57