Enski boltinn

Einn af lykil­mönnum Leeds frá næsta hálfa árið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuart Dallas meiddist illa gegn Manchester City.
Stuart Dallas meiddist illa gegn Manchester City. EPA-EFE/Andrew Yates

Stuart Dallas, einn af lykilmönnum enska fótboltaliðsins Leeds United, verður frá keppni næstu sex mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi Jesse Marsch, þjálfara liðsins, í dag.

Dallas fótbrotnaði er Leeds tapaði 4-0 fyrir Manchester City á dögunum. Strax var ljóst að um slæm meiðsli væri að ræða og fór Marsch yfir stöðu mála á blaðamannafundi sínum í dag. Þar kom í ljós að Dallas hefði farið í fimm og hálfs tíma aðgerð og hann verði hálft ár að ná sér.

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir Leeds en Dallas hefur spilað alla leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Leeds er í harðri fallbaráttu. Leeds er sem stendur með 34 stig, tveimur stigum fyrir ofan Everton sem situr í fallsæti en á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×