Oddvitaáskorunin: Gleymdi að borga á veitingastað og fattaði það í bíó Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2022 18:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jónína er kennaramenntuð, með starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og er að hefja vinnu við mastersritgerð í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu og síðast liðin 4 ár hefur hún sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Blue Car Rental. Gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Röning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund 23 ára nema í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands, Björn Boga 18 ára knattspyrnumann hjá Heerenveen í Hollandi og Magnús Mána 10 ára grunnskólanema. Var bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Garðs árin 2014-2018 og jafnframt formaður bæjarráðs á sama tíma. Hún tók þátt í sameiningu Sandgerði og Garðs í Suðurnesjabæ. Einnig var hún formaður skólanefndar á sama tímabili. Jónína situr nú sem aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Hefur einnig setið í öðrum nefndum og ráðum á sínum starfsferli. Helstu áherslur eru á samvinnu, skilvirka stjórnsýslu, fræðslumál og atvinnuuppbyggingu. Hún veit ekkert betra en að viðra sig í hvers kyns útvist eins og skokki, göngu, golfi eða skíðum. Þá er Jónína dugleg að skipuleggja viðburði með fjölskyldu og vinum. Jónína hefur bæði reynslu og leiðtogahæfileika sem nýtast í samstarfi við breiðan hóp bæjarfulltrúa, nefndarfólks, starfsmanna stjórnsýslunnar og íbúa Suðurnesjabæjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi og Garðskagi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lagfærningar á leiktækjum á leiksvæðum bæjarins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhugamálin mín eru frekar almenn og geta ekki talist skrítin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekin fyrir of hraðan akstur og lögregluþjónarnir voru báðir úr mínu byggðarlagi, skammaðist mín frekar mikið. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ananas, sveppi og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gloria til dæmis, mörg lög sem peppa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ahh, ca 10-15. Göngutúr eða skokk? Bæði betra. Uppáhalds brandari? Bara þeir sem sagðir eru daglega í vinnunni, ekkert eðlilega fyndið fólk sem ég vinn með. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni í sól og afslöppun ásamt smá hreyfingu og skoðunarferðum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvaða ár voru það? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens er einn af þeim. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Núna nýlega gekk ég út af veitingastað og gleymdi að borga, fattaði það þegar ég var sest inn í bíósal. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Monica í Friends. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Þarf alltaf að vera sannsöguleg eða byggð á sönnum atburðum til að ég muni eftir henni, engin ein sem hafði áhrif á mig en Bohemian Rhapsody kemur sterk inn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega væri það eitthvert erlendis, líklega Danmörk eða Noregur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Journey, Don´t stop Believin. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Suðurnesjabær Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jónína er kennaramenntuð, með starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og er að hefja vinnu við mastersritgerð í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu og síðast liðin 4 ár hefur hún sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Blue Car Rental. Gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Röning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund 23 ára nema í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands, Björn Boga 18 ára knattspyrnumann hjá Heerenveen í Hollandi og Magnús Mána 10 ára grunnskólanema. Var bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Garðs árin 2014-2018 og jafnframt formaður bæjarráðs á sama tíma. Hún tók þátt í sameiningu Sandgerði og Garðs í Suðurnesjabæ. Einnig var hún formaður skólanefndar á sama tímabili. Jónína situr nú sem aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Hefur einnig setið í öðrum nefndum og ráðum á sínum starfsferli. Helstu áherslur eru á samvinnu, skilvirka stjórnsýslu, fræðslumál og atvinnuuppbyggingu. Hún veit ekkert betra en að viðra sig í hvers kyns útvist eins og skokki, göngu, golfi eða skíðum. Þá er Jónína dugleg að skipuleggja viðburði með fjölskyldu og vinum. Jónína hefur bæði reynslu og leiðtogahæfileika sem nýtast í samstarfi við breiðan hóp bæjarfulltrúa, nefndarfólks, starfsmanna stjórnsýslunnar og íbúa Suðurnesjabæjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi og Garðskagi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lagfærningar á leiktækjum á leiksvæðum bæjarins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhugamálin mín eru frekar almenn og geta ekki talist skrítin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekin fyrir of hraðan akstur og lögregluþjónarnir voru báðir úr mínu byggðarlagi, skammaðist mín frekar mikið. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ananas, sveppi og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gloria til dæmis, mörg lög sem peppa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ahh, ca 10-15. Göngutúr eða skokk? Bæði betra. Uppáhalds brandari? Bara þeir sem sagðir eru daglega í vinnunni, ekkert eðlilega fyndið fólk sem ég vinn með. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni í sól og afslöppun ásamt smá hreyfingu og skoðunarferðum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvaða ár voru það? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens er einn af þeim. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Núna nýlega gekk ég út af veitingastað og gleymdi að borga, fattaði það þegar ég var sest inn í bíósal. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Monica í Friends. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Þarf alltaf að vera sannsöguleg eða byggð á sönnum atburðum til að ég muni eftir henni, engin ein sem hafði áhrif á mig en Bohemian Rhapsody kemur sterk inn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega væri það eitthvert erlendis, líklega Danmörk eða Noregur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Journey, Don´t stop Believin.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Suðurnesjabær Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira