Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 21:07 Konráð Sveinn Svafarsson tók fyrstu skóflustunguna. Arna Björg Bjarnadóttir Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt.
Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731
Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01