William féll fyrir Eurovision fyrir tæpum tveimur áratugum síðan og er tíður gestur á keppnunum. Hann elskar sameiningarkraftinn og fegurðina sem er fólgin í tónlistinni og er hrifinn af íslenska laginu í ár. Hann missti bróður sinn fyrr á árinu og segir það hafa sett lífið í glænýtt samhengi. Nú reynir hann að njóta líðandi stundar og tileinkar sér bjartsýnt viðhorf gagnvart lífinu.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þar nefnir William einnig að uppáhalds íslenska framlagið hans í Eurovision sé Hera Björk með lagið Je Ne Sais Quoi, sem hún flutti í Osló í Noregi árið 2010.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.