Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 12:01 Tiger Woods og Phil Mickelson vita báðir hvað til þarf til að vinna PGA-meistaramótið. Getty Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. Woods, sem unnið hefur 15 risamót, sneri aftur til keppni á Masters-mótinu í síðasta mánuði en hafði þá verið frá keppni í 14 mánuði eftir lífshættulegt bílslys. Woods endaði í 47. sæti á Masters-mótinu. Hann hefur þegar gefið út að hann stefni á The Open í júlí. Mickelson missti af Masters í fyrsta sinn í 28 ár. Hann hefur ekki spilað síðan í febrúar en hann tók sér hlé frá golfi eftir að hafa misst styrktaraðila og hlotið gagnrýni vegna ummæla um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og nýja golfdeild þar í landi. Mickelson, sem er 51 árs, á titil að verja eftir að hafa orðið elsti maðurinn til að vinna risamót þegar hann fagnaði sigri í fyrra. Ljóst er að hann mun þurfa að svara spurningum fjölmiðla á mótinu í næstu viku, í fyrsta sinn í nokkra mánuði, en hann á líkt og Woods enn möguleika á að hætta við mótið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Woods, sem unnið hefur 15 risamót, sneri aftur til keppni á Masters-mótinu í síðasta mánuði en hafði þá verið frá keppni í 14 mánuði eftir lífshættulegt bílslys. Woods endaði í 47. sæti á Masters-mótinu. Hann hefur þegar gefið út að hann stefni á The Open í júlí. Mickelson missti af Masters í fyrsta sinn í 28 ár. Hann hefur ekki spilað síðan í febrúar en hann tók sér hlé frá golfi eftir að hafa misst styrktaraðila og hlotið gagnrýni vegna ummæla um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og nýja golfdeild þar í landi. Mickelson, sem er 51 árs, á titil að verja eftir að hafa orðið elsti maðurinn til að vinna risamót þegar hann fagnaði sigri í fyrra. Ljóst er að hann mun þurfa að svara spurningum fjölmiðla á mótinu í næstu viku, í fyrsta sinn í nokkra mánuði, en hann á líkt og Woods enn möguleika á að hætta við mótið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti