Átök um hvort byggja eigi í hrauninu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2022 23:01 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum vill láta kanna hvort íbúar í Vestmannaeyjum vilji láta byggja á hrauntungu við hafnarsvæðið í miðbænum. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi viðlagastjóri bæjarins segir það alls ekki ráðlegt. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni. Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland. Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland.
Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira