Átök um hvort byggja eigi í hrauninu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2022 23:01 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum vill láta kanna hvort íbúar í Vestmannaeyjum vilji láta byggja á hrauntungu við hafnarsvæðið í miðbænum. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi viðlagastjóri bæjarins segir það alls ekki ráðlegt. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni. Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland. Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland.
Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira