Körfubolti

Nei eða já: „Málið með Knicks er að þeir bara hætta ekki að moka“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Strákarnir fóru um víðan völl í liðnum „Nei eða já“ í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöldi.
Strákarnir fóru um víðan völl í liðnum „Nei eða já“ í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöldi. Stöð 2 Sport

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl.

Eins og alltaf voru sérfræðingarnir Sigurður Orri Kristjánsson, Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og í þetta sinn voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur:

- Detroit Pistons er með bestu langtíma framtíðarhorfurnar

- Hola Lakers er dýpri Knicks

- Denver er meistarakandídat með fullskipað lið

- Warriors eru að leika stórkostlegan körfubolta

Kjartan byrjaði á því að spyrja Detroit-manninn Sigurð Orra að því hvort langtíma framtíðarhorfur Pistons væru þær bestu í deildinni. Sigurður vildi ekki meina það og minnti á að Luka Doncic væri bara 23 ára. Því væru framtíðarhorfur Dallas Mavericks líklega þær bestu í deildinni.

Þegar sú umræða var á enda færði Kjartan sig yfir á Knicks-manninn Hörð Unnsteinsson og spurði hvort hola Los Angeles Lakers væri dýpri en hola New York Knicks.

„Nei,“ sagði Hörður nokkuð ákveðinn. „Það er nú bara eitt nafn sem bjargar því samt held ég og það er Anthony Davis. Þeirra max-gæi á besta aldri er betri en okkar gæi á besta aldri. Ég held að það séu allir max-gæjarnir á besta aldri betir heldur en Julius Randle.“

Kollegar Harðar voru greinilega sammála honum.

„Þetta er búin að vera svolítið djúp hola þarna í 30 ár. Þetta er rosaleg hola,“ sagði Tómas og Sigurður tók í sama streng.

„Málið með Knicks Hörður, er að þeir bara hætta ekki að moka. Enda verður hún alltaf dýpri,“ bætti Sigurður við.

Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já

Strákarnir veltu svo einnig fyrir sér hvort að Dallas Mavericks gæti orðið meistari með fullskipað lið og hvort Golden State Warriors væru að spila stórkostlegan körfubolta eða ekki. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×