Oddvitaáskorunin: Á enn Hondu Civic sem hann keypti sautján ára Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2022 21:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ragnar Baldvin Sæmundsson leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Ragnar, eða Raggi eins og hann er oftast kallaður er fæddur og uppalinn á Skaganum og vill hvergi annars staðar búa. Hann er giftur Sigrúnu Ingu Guðnadóttur, lögfræðing og saman eiga þau þrjú börn, Dag Óla 12 ára, Sjönu Maríu 9 ára og Unu Laufeyju 3 ára. Raggi er útskrifaður vélvirki frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lærði svo viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hann hefur verið bæjarfulltrúi síðastliðið kjörtímabil og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, þá situr hann einnig í skóla- og frístundaráði og stjórn Faxaflóahafna. „Ég hef alltaf haft mjög sterkar skoðanir og jafnframt brennandi áhuga á pólitík og málefnum samfélagsins almennt. Starf bæjarfulltrúa getur verið krefjandi en er á sama tíma eitt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem ég hef fengist við. Að sjá verkefni sem maður brennur fyrir raungerast er geggjað!! Akranes er bæjarfélag í mikilli sókn og ég hef fulla trú á því sem koma skal.“ Staða bæjarfélagsins er góð, góður rekstur og ábyrg fjármálastjórn síðasta kjörtímabils er að skila sér, en Framsókn og frjálsir hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn ásamt Samfylkingunni. Mikill uppgangur hefur verið í sveitarfélaginu sem er í örum vexti og hefur uppbygging innviða að sama skapi verið mikil. Á lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi er fjölbreyttur hópur öflugs fólks með skýra framtíðarsýn og markmið um að gera góðan bæ enn betri. Við viljum halda áfram metnaðarfullu uppbyggingarstarfi á traustum grunni í þágu íbúa. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Við fjölskyldan ferðumst mikið og Ísland hættir aldrei að koma á óvart með sínum óteljandi perlum. En þegar upp er staðið hef ég ekki en fundið þann stað sem toppar Reykhólasveitina. Bjart sumarkvöld, fjöllin og Breiðafjörðurinn - Það er bara eitthvað þarna. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég held við séum öll sammála um að það þurfi að setja aðeins meira í göturnar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Veit ekki hvort að ég geti beint sagt að þetta sé áhugamál, en ég á enn í bílaplaninu Hondu Civic sem ég keypti þegar að ég var 17 ára og klappa henni reglulega. Sjálfum finnst mér þetta mjög eðlilegt en mögulega einhverjum sem gæti þótt þetta skrítið öðrum en konunni minni. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég og lögreglan vorum ekki alveg að tengja fram á unglingsárin, get þó ekki sagt að eitthvað sé minnistæðara en annað. Sá svo að þetta var bara eitthvað unglingarugl og er í dag giftur starfsmanni lögreglunnar. Hvað færðu þér á pizzu? Það sem er til í skápnum. Allt sjávarfang er þó á bannlista að humar undanskildum. Pepperóni og döðlur eru grunnur að góðri veislu. Hvaða lag peppar þig mest? „Ég er ekki alki“ með Bjartmari keyrir gleðina í gang. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Aðeins færri en ég vonaðist til. Göngutúr eða skokk? Klárlega göngutúr, hefði samt gott af því að auka hraðann. Uppáhalds brandari? Er mikil pabbabrandarakarl. Góðan pabbabrandara er ekki hægt að segja eftir pöntun, snýst allt um mómentið, já eða ekki mómentið! Hvað er þitt draumafríi? Það er ekkert sem toppar íslenskt sumarkvöld í útilegu með fjölskyldu og vinum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 kom covid og átti bara að stoppa stutt en svo kom 2021 og covid ætlaði aldrei að fara, svo ég verð að segja 2021. En í hreinskilni sagt voru bæði 20 og 21 frábær ár fyrir mig og mína fjölskyldu. Uppáhalds tónlistarmaður? Bjartmar Guðlaugsson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Kemur ekkert sérstakt upp í hugann. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Vin Disel hefur gönnað Faxabrautina, hann gæti því auðveldlega sett sig í mín spor. Hefur þú verið í verbúð? Nei því miður. Áhrifamesta kvikmyndin? To fast to furious 8 – Faxabrautin og síðasta stóra giggið í Sementsverksmiðjunni. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég á svo góða nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Það hefur alltaf blundað smá bóndi í mér og mig hefur þ.l. alltaf langað að búa í sveit. Hver veit nema sá æskudraumur rætist þegar að ég verð stór. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Can't walk away með Herbert Guðmundssyni. Líður líka smá eins og ég sé í hans liði eftir að hafa fengið hann í heimsókn með bækur og geisladiska. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Ragnar Baldvin Sæmundsson leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Ragnar, eða Raggi eins og hann er oftast kallaður er fæddur og uppalinn á Skaganum og vill hvergi annars staðar búa. Hann er giftur Sigrúnu Ingu Guðnadóttur, lögfræðing og saman eiga þau þrjú börn, Dag Óla 12 ára, Sjönu Maríu 9 ára og Unu Laufeyju 3 ára. Raggi er útskrifaður vélvirki frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lærði svo viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hann hefur verið bæjarfulltrúi síðastliðið kjörtímabil og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, þá situr hann einnig í skóla- og frístundaráði og stjórn Faxaflóahafna. „Ég hef alltaf haft mjög sterkar skoðanir og jafnframt brennandi áhuga á pólitík og málefnum samfélagsins almennt. Starf bæjarfulltrúa getur verið krefjandi en er á sama tíma eitt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem ég hef fengist við. Að sjá verkefni sem maður brennur fyrir raungerast er geggjað!! Akranes er bæjarfélag í mikilli sókn og ég hef fulla trú á því sem koma skal.“ Staða bæjarfélagsins er góð, góður rekstur og ábyrg fjármálastjórn síðasta kjörtímabils er að skila sér, en Framsókn og frjálsir hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn ásamt Samfylkingunni. Mikill uppgangur hefur verið í sveitarfélaginu sem er í örum vexti og hefur uppbygging innviða að sama skapi verið mikil. Á lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi er fjölbreyttur hópur öflugs fólks með skýra framtíðarsýn og markmið um að gera góðan bæ enn betri. Við viljum halda áfram metnaðarfullu uppbyggingarstarfi á traustum grunni í þágu íbúa. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Við fjölskyldan ferðumst mikið og Ísland hættir aldrei að koma á óvart með sínum óteljandi perlum. En þegar upp er staðið hef ég ekki en fundið þann stað sem toppar Reykhólasveitina. Bjart sumarkvöld, fjöllin og Breiðafjörðurinn - Það er bara eitthvað þarna. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég held við séum öll sammála um að það þurfi að setja aðeins meira í göturnar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Veit ekki hvort að ég geti beint sagt að þetta sé áhugamál, en ég á enn í bílaplaninu Hondu Civic sem ég keypti þegar að ég var 17 ára og klappa henni reglulega. Sjálfum finnst mér þetta mjög eðlilegt en mögulega einhverjum sem gæti þótt þetta skrítið öðrum en konunni minni. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég og lögreglan vorum ekki alveg að tengja fram á unglingsárin, get þó ekki sagt að eitthvað sé minnistæðara en annað. Sá svo að þetta var bara eitthvað unglingarugl og er í dag giftur starfsmanni lögreglunnar. Hvað færðu þér á pizzu? Það sem er til í skápnum. Allt sjávarfang er þó á bannlista að humar undanskildum. Pepperóni og döðlur eru grunnur að góðri veislu. Hvaða lag peppar þig mest? „Ég er ekki alki“ með Bjartmari keyrir gleðina í gang. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Aðeins færri en ég vonaðist til. Göngutúr eða skokk? Klárlega göngutúr, hefði samt gott af því að auka hraðann. Uppáhalds brandari? Er mikil pabbabrandarakarl. Góðan pabbabrandara er ekki hægt að segja eftir pöntun, snýst allt um mómentið, já eða ekki mómentið! Hvað er þitt draumafríi? Það er ekkert sem toppar íslenskt sumarkvöld í útilegu með fjölskyldu og vinum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 kom covid og átti bara að stoppa stutt en svo kom 2021 og covid ætlaði aldrei að fara, svo ég verð að segja 2021. En í hreinskilni sagt voru bæði 20 og 21 frábær ár fyrir mig og mína fjölskyldu. Uppáhalds tónlistarmaður? Bjartmar Guðlaugsson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Kemur ekkert sérstakt upp í hugann. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Vin Disel hefur gönnað Faxabrautina, hann gæti því auðveldlega sett sig í mín spor. Hefur þú verið í verbúð? Nei því miður. Áhrifamesta kvikmyndin? To fast to furious 8 – Faxabrautin og síðasta stóra giggið í Sementsverksmiðjunni. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég á svo góða nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Það hefur alltaf blundað smá bóndi í mér og mig hefur þ.l. alltaf langað að búa í sveit. Hver veit nema sá æskudraumur rætist þegar að ég verð stór. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Can't walk away með Herbert Guðmundssyni. Líður líka smá eins og ég sé í hans liði eftir að hafa fengið hann í heimsókn með bækur og geisladiska.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira