Conte skaut fyrst á Klopp og núna á Arteta: Hættu að væla svona mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:31 Antonio Conte gefur Mikel Arteta faðmlag fyrir leikinn í gærkvöldi. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte og lærisveinar hans í Tottenham eru skrefi nær sæti í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í gær. Knattspyrnustjóri Arsenal var mjög ósáttur eftir leikinn en Conte sendi honum tóninn. Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira