Embiid gagnrýndi Harden: „Fengum ekki Houston Harden“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 13:31 Joel Embiid og James Harden áttu að mynda eitt besta tvíeyki NBA-deildarinnar. Það rættist allavega ekki í vetur. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden. Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira