Umfjöllun og viðtöl: KR 0-4 Breiðablik | Sannfærandi Blikasigur gegn bitlausu botnliði Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2022 22:45 Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öruggan 4-0 útisigur á KR í Bestu deild kvenna í fótbolta að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Með sigrinum fór Breiðablik á topp deildarinnar með níu stig, en nýliðar KR eru enn án stiga á botni deildarinnar. Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir kom beint inn í byrjunarlið Blika eftir að gengið var frá lánssamningi hennar frá Frankfurt í Þýskalandi í fyrradag. Hún var ekki lengi að láta til sín taka en hún kom Blikum yfir á 5. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Melinu Ayres frá hægri. Hildur Antonsdóttir var nálægt því að tvöfalda forystuna minna en mínútu síðar, eftir aðra fyrirgjöf frá hægri, en skot hennar small í slánni. Líkt og við var að búast stýrðu Blikakonur ferðinni í leiknum og héldu meira í boltann. Endahnútinn vantaði á sóknirnar framan af þar sem marktilraunir létu á sér standa þrátt fyrir yfirburðastöðu úti á velli. KR-konur reyndu hvað þær gátu að beita skyndisóknum sem gekk misvel eftir rothöggið í upphafi leiks. Eftir að hafa komist nærri snemma leiks, tókst Hildi Antonsdóttur að tvöfalda forystuna á 33. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir að boltinn hrökk til hennar innan teigs af varnarmanni KR. KR komst nærri því að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks þegar Blikum tókst að bjarga á línu eftir hornspyrnu. 2-0 stóð í hléi. KR var nálægt því að minnka muninn strax í upphafi síðari hálfleiks, aftur eftir hornspyrnu, en skalli Bergdísar Fanneyjar Eiríksdóttur fór rétt framhjá marki Breiðabliks. Eftir sterka byrjun KR á síðari hálfleiknum komst Breiðablik 3-0 yfir með marki Heiðdísar Lillýardóttur, þar sem hún þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi eftir vandræðagang í vörn KR í kjölfar hornspyrnu. Leikurinn gekk sinn vanagang þar sem Blikar stýrðu ferðinni en KR sótti hratt á móti þegar tækifæri gafst. KR hefði auðveldlega getað skorað eitt til tvö mörk í leiknum en eins og á til að vera með lánlaus lið í botnbaráttu vantaði herslumuninn í góðum sóknarstöðum og færum. Karen María Sigurgeirsdóttir innsiglaði 4-0 sigur Breiðabliks tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok með glæsimarki. Hún fékk þá boltann við vinstra vítateigshornið, tók eina gabbhreyfingu til hægri, inn á völlinn, og negldi boltann með ristarspyrnu upp í hornið fjær. Breiðablik er eftir sigurinn með níu stig eftir fjóra leiki á toppi deildarinnar, jafnt Íslandsmeisturum Vals að stigum, en Selfoss, með sjö stig, getur tekið toppsætið sigri liðið Þór/KA norðan heiða á morgun. Nýliðar KR eru sem fyrr án stiga á botni deildarinnar, með markatöluna 1-15, og eiga enn eftir að skora mark á heimavelli eftir 270 spilaðar mínútur á Meistaravöllum. Ásmundur minnugur leiksins í Keflavík: Mikilvægt að stimpla okkur vel inn Ásmundur Arnarsson var ánægður með sigur sinna kvenna í dag.Breiðablik „Það er ekki yfir neinu að kvarta, við erum bara ánægð með sigurinn, að halda markinu okkar hreinu og ná fjórum góðum mörkum. Það var bara markmiðið þegar við komum.“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, í kvöld. „Við nálguðumst leikinn ekkert ósvipað og flesta aðra leiki. Við viljum auðvitað vera smá aggressívar, ná yfirhöndinni og halda vel í boltann. Við viljum færa hann hratt á milli og skapa mikið af færum og vera aggressívar inni á teignum. En við erum líka minnugar leiks sem við spiluðum í Keflavík sem var spilaður við svipaðar aðstæður og var ekkert ósvipaður leikur, en hann tapaðist, svo það var mjög mikilvægt fyrir okkur að stimpla okkur vel inn og ná góðum sigri í dag.“ Ásmundur kveðst þá ánægður með innkomu Alexöndru Jóhannsdóttur inn í lið Blika. „Það er bara geggjað, frábær leikmaður og frábær karakter. Það er frábært að fá hana inn í hópinn til okkar.“ sagði Ásmundur sem vildi þó lítið segja frekar um skiptin. Aðspurður hvort skiptin hafi átt sér langan aðdraganda sagði hann: „Nei, ekki langur aðdragandi.“ Hann var þá spurður hvort það hafi aldrei verið spurning um að setja hana beint inn í byrjunarliðið eftir svo skamman tíma með hópnum. „Hún þekkir klúbbinn vel og við þekkjum hana, þannig að það var lítið mál fyrir hana.“ Aðspurður um framhaldið segir Ásmundur liðið hungrað í árangur. „Það er frábær andi í hópnum, mikill vilji og hungur fyrir framhaldið. En við vitum að það eru fullt af góðum liðum í þessari deild og við megum hvergi slaka á.“ Jóhannes Karl: Var það svo sorglega lítið? Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var meðvitaður um það hversu sterkur andstæðingur beið KR-inga í dag. Hann tekur þó jákvæða punkta úr leiknum. „Breiðablik var bara sterkara liðið. Þetta var erfiður leikur, hátt tempo en engu að síður fannst mér við vaxandi þegar líða tók á leikinn. Við sköpuðum okkur mögulega fleiri færi í dag en við gerðum í síðustu tveimur leikjum samtals, sem er jákvætt. Við erum að taka inn nýja leikmenn sem voru að spila sinn fyrsta leik í dag og það eru leikmenn sem hafa ekki spilað síðan einhvern tíma fyrir mót. Það tók þær smá tíma að komast inn í þetta en mér fannst vaxandi í leiknum og liðinu, sem er jákvætt.“ segir Jóhannes Karl sem nefnir nokkur færanna: „Bergdís Fanney á gott færi 2-0 undir, og svo hornið þar sem bjargað er á línu. Í byrjun seinni hálfleiks eigum við skalla bara rétt framhjá í 2-0, það hefði auðvitað breytt leiknum að komast 2-1 inn í hann. Í staðinn skora þær eftir horn, eftir tjah, einhvernskonar misskilning í vörn okkar sem var mjög dýrt,“ Þær Marcella Barbercic, sem kom frá Bandaríkjunum, og Rasamee Phonsongkham, sem kom frá Ástralíu, voru báðar í byrjunarliði KR í dag í fyrsta sinn. Þær hafa þó verið með liðinu í rúma tvo mánuði en beðið leikheimildar, sem loks fékkst á ögurstundu, á lokadegi félagsskiptagluggans eftir mikið stapp milli KR og Vinnumálastofnunar. Jóhannes gleðst yfir því að fá þær inn. „Þær eru búnar að vera hérna, og spiluðu æfingaleiki með okkur fyrir mót og eru náttúrulega bara leikmenn sem áttu að vera klárir fyrir fyrsta leik en ég get lítið útskýrt þegar kemur að pappírsvinnunni og skriffinnskunni. En þær eru komnar inn núna og við verðum bara að líta jákvæðum augum á það að hópurinn er að styrkjast.“ Samkvæmt talningu blaðamanns, og eftirlitsmanns KSÍ í kvöld, brutu KR-ingar aðeins tvisvar sinnum af sér í leiknum. Jóhannes kallar eftir meiri áræðni sinna leikmanna í framhaldinu. „Þegar þú spilar við Breiðablik, þá spila þær boltanum það hratt og láta hann ganga það vel að við náðum ekki að klukka þær mikið. Það var uppleggið að ná að loka miklu betur á þær inni á miðjunni og vera mun þéttari þar,“ „En tvær aukaspyrnur, var það svo sorglega lítið? Það er eitthvað sem við bætum úr í næsta leik.“ segir Jóhannes. Besta deild kvenna Breiðablik KR
Breiðablik vann öruggan 4-0 útisigur á KR í Bestu deild kvenna í fótbolta að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Með sigrinum fór Breiðablik á topp deildarinnar með níu stig, en nýliðar KR eru enn án stiga á botni deildarinnar. Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir kom beint inn í byrjunarlið Blika eftir að gengið var frá lánssamningi hennar frá Frankfurt í Þýskalandi í fyrradag. Hún var ekki lengi að láta til sín taka en hún kom Blikum yfir á 5. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Melinu Ayres frá hægri. Hildur Antonsdóttir var nálægt því að tvöfalda forystuna minna en mínútu síðar, eftir aðra fyrirgjöf frá hægri, en skot hennar small í slánni. Líkt og við var að búast stýrðu Blikakonur ferðinni í leiknum og héldu meira í boltann. Endahnútinn vantaði á sóknirnar framan af þar sem marktilraunir létu á sér standa þrátt fyrir yfirburðastöðu úti á velli. KR-konur reyndu hvað þær gátu að beita skyndisóknum sem gekk misvel eftir rothöggið í upphafi leiks. Eftir að hafa komist nærri snemma leiks, tókst Hildi Antonsdóttur að tvöfalda forystuna á 33. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir að boltinn hrökk til hennar innan teigs af varnarmanni KR. KR komst nærri því að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks þegar Blikum tókst að bjarga á línu eftir hornspyrnu. 2-0 stóð í hléi. KR var nálægt því að minnka muninn strax í upphafi síðari hálfleiks, aftur eftir hornspyrnu, en skalli Bergdísar Fanneyjar Eiríksdóttur fór rétt framhjá marki Breiðabliks. Eftir sterka byrjun KR á síðari hálfleiknum komst Breiðablik 3-0 yfir með marki Heiðdísar Lillýardóttur, þar sem hún þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi eftir vandræðagang í vörn KR í kjölfar hornspyrnu. Leikurinn gekk sinn vanagang þar sem Blikar stýrðu ferðinni en KR sótti hratt á móti þegar tækifæri gafst. KR hefði auðveldlega getað skorað eitt til tvö mörk í leiknum en eins og á til að vera með lánlaus lið í botnbaráttu vantaði herslumuninn í góðum sóknarstöðum og færum. Karen María Sigurgeirsdóttir innsiglaði 4-0 sigur Breiðabliks tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok með glæsimarki. Hún fékk þá boltann við vinstra vítateigshornið, tók eina gabbhreyfingu til hægri, inn á völlinn, og negldi boltann með ristarspyrnu upp í hornið fjær. Breiðablik er eftir sigurinn með níu stig eftir fjóra leiki á toppi deildarinnar, jafnt Íslandsmeisturum Vals að stigum, en Selfoss, með sjö stig, getur tekið toppsætið sigri liðið Þór/KA norðan heiða á morgun. Nýliðar KR eru sem fyrr án stiga á botni deildarinnar, með markatöluna 1-15, og eiga enn eftir að skora mark á heimavelli eftir 270 spilaðar mínútur á Meistaravöllum. Ásmundur minnugur leiksins í Keflavík: Mikilvægt að stimpla okkur vel inn Ásmundur Arnarsson var ánægður með sigur sinna kvenna í dag.Breiðablik „Það er ekki yfir neinu að kvarta, við erum bara ánægð með sigurinn, að halda markinu okkar hreinu og ná fjórum góðum mörkum. Það var bara markmiðið þegar við komum.“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, í kvöld. „Við nálguðumst leikinn ekkert ósvipað og flesta aðra leiki. Við viljum auðvitað vera smá aggressívar, ná yfirhöndinni og halda vel í boltann. Við viljum færa hann hratt á milli og skapa mikið af færum og vera aggressívar inni á teignum. En við erum líka minnugar leiks sem við spiluðum í Keflavík sem var spilaður við svipaðar aðstæður og var ekkert ósvipaður leikur, en hann tapaðist, svo það var mjög mikilvægt fyrir okkur að stimpla okkur vel inn og ná góðum sigri í dag.“ Ásmundur kveðst þá ánægður með innkomu Alexöndru Jóhannsdóttur inn í lið Blika. „Það er bara geggjað, frábær leikmaður og frábær karakter. Það er frábært að fá hana inn í hópinn til okkar.“ sagði Ásmundur sem vildi þó lítið segja frekar um skiptin. Aðspurður hvort skiptin hafi átt sér langan aðdraganda sagði hann: „Nei, ekki langur aðdragandi.“ Hann var þá spurður hvort það hafi aldrei verið spurning um að setja hana beint inn í byrjunarliðið eftir svo skamman tíma með hópnum. „Hún þekkir klúbbinn vel og við þekkjum hana, þannig að það var lítið mál fyrir hana.“ Aðspurður um framhaldið segir Ásmundur liðið hungrað í árangur. „Það er frábær andi í hópnum, mikill vilji og hungur fyrir framhaldið. En við vitum að það eru fullt af góðum liðum í þessari deild og við megum hvergi slaka á.“ Jóhannes Karl: Var það svo sorglega lítið? Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var meðvitaður um það hversu sterkur andstæðingur beið KR-inga í dag. Hann tekur þó jákvæða punkta úr leiknum. „Breiðablik var bara sterkara liðið. Þetta var erfiður leikur, hátt tempo en engu að síður fannst mér við vaxandi þegar líða tók á leikinn. Við sköpuðum okkur mögulega fleiri færi í dag en við gerðum í síðustu tveimur leikjum samtals, sem er jákvætt. Við erum að taka inn nýja leikmenn sem voru að spila sinn fyrsta leik í dag og það eru leikmenn sem hafa ekki spilað síðan einhvern tíma fyrir mót. Það tók þær smá tíma að komast inn í þetta en mér fannst vaxandi í leiknum og liðinu, sem er jákvætt.“ segir Jóhannes Karl sem nefnir nokkur færanna: „Bergdís Fanney á gott færi 2-0 undir, og svo hornið þar sem bjargað er á línu. Í byrjun seinni hálfleiks eigum við skalla bara rétt framhjá í 2-0, það hefði auðvitað breytt leiknum að komast 2-1 inn í hann. Í staðinn skora þær eftir horn, eftir tjah, einhvernskonar misskilning í vörn okkar sem var mjög dýrt,“ Þær Marcella Barbercic, sem kom frá Bandaríkjunum, og Rasamee Phonsongkham, sem kom frá Ástralíu, voru báðar í byrjunarliði KR í dag í fyrsta sinn. Þær hafa þó verið með liðinu í rúma tvo mánuði en beðið leikheimildar, sem loks fékkst á ögurstundu, á lokadegi félagsskiptagluggans eftir mikið stapp milli KR og Vinnumálastofnunar. Jóhannes gleðst yfir því að fá þær inn. „Þær eru búnar að vera hérna, og spiluðu æfingaleiki með okkur fyrir mót og eru náttúrulega bara leikmenn sem áttu að vera klárir fyrir fyrsta leik en ég get lítið útskýrt þegar kemur að pappírsvinnunni og skriffinnskunni. En þær eru komnar inn núna og við verðum bara að líta jákvæðum augum á það að hópurinn er að styrkjast.“ Samkvæmt talningu blaðamanns, og eftirlitsmanns KSÍ í kvöld, brutu KR-ingar aðeins tvisvar sinnum af sér í leiknum. Jóhannes kallar eftir meiri áræðni sinna leikmanna í framhaldinu. „Þegar þú spilar við Breiðablik, þá spila þær boltanum það hratt og láta hann ganga það vel að við náðum ekki að klukka þær mikið. Það var uppleggið að ná að loka miklu betur á þær inni á miðjunni og vera mun þéttari þar,“ „En tvær aukaspyrnur, var það svo sorglega lítið? Það er eitthvað sem við bætum úr í næsta leik.“ segir Jóhannes.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti