Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 18:08 Sheikh Khalifa bin Zayed Al Nahyan með Karli Bretaprins í Lundúnum. Getty/ John Stillwell Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. Hálfbróðir Khalifa, Mohamed bin Zayed al-Nahyan, hefur tekið við innanríkismálum. Fjölskyldan er ein ríkasta konungsfjölskylda heims og er talin eiga um 150 milljarða Bandaríkjadala, eða um 20 billjónir króna. Auk þess að vera forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna var Sheikh Khalifa einnig leiðtogi Abu Dhabi, höfuðborgar olíuríkjanna sjö sem sameinast í arabísku furstadæmunum. Andlát hans var tilkynnt á ríkisfréttastofunni WAM í dag. Forsetaembættið boðaði í dag til fjörutíu sorgardaga, flaggað verður í hálfa stöng frá deginum í dag og fólk þarf ekki að mæta til vinnu næstu þrjá daga, hvorki í opinbera- né einkageiranum. Eins og áður segir tók Khalifa við embætti annars forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember 2004 og við embætti leiðtoga Abu Dabhi eftir andlát föður hans. Fyrsta áratuginn leiddi hann umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnsýslu Abu Dhabi. Eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2014 hefur hann hins vegar haldið sig frá sviðsljósinu og hefur sjaldan komið fram opinberlega, þó hann hafi hadlið áfram að stjórna ríkinu á bak við luktar dyr. Mohammed bin Rashid al-Maktoum, varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og leiðtogi Dubai, mun taka við forsetaembættinu tímabundið þar til ríkisráð furstadæmanna boðar til fundar leiðtoga furstadæmanna sjö. Það verður að gerast innan þrjátíu daga og þar verður nýr forseti landsins valinn. Sameinuðu arabísku furstadæmin Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Hálfbróðir Khalifa, Mohamed bin Zayed al-Nahyan, hefur tekið við innanríkismálum. Fjölskyldan er ein ríkasta konungsfjölskylda heims og er talin eiga um 150 milljarða Bandaríkjadala, eða um 20 billjónir króna. Auk þess að vera forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna var Sheikh Khalifa einnig leiðtogi Abu Dhabi, höfuðborgar olíuríkjanna sjö sem sameinast í arabísku furstadæmunum. Andlát hans var tilkynnt á ríkisfréttastofunni WAM í dag. Forsetaembættið boðaði í dag til fjörutíu sorgardaga, flaggað verður í hálfa stöng frá deginum í dag og fólk þarf ekki að mæta til vinnu næstu þrjá daga, hvorki í opinbera- né einkageiranum. Eins og áður segir tók Khalifa við embætti annars forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember 2004 og við embætti leiðtoga Abu Dabhi eftir andlát föður hans. Fyrsta áratuginn leiddi hann umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnsýslu Abu Dhabi. Eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2014 hefur hann hins vegar haldið sig frá sviðsljósinu og hefur sjaldan komið fram opinberlega, þó hann hafi hadlið áfram að stjórna ríkinu á bak við luktar dyr. Mohammed bin Rashid al-Maktoum, varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og leiðtogi Dubai, mun taka við forsetaembættinu tímabundið þar til ríkisráð furstadæmanna boðar til fundar leiðtoga furstadæmanna sjö. Það verður að gerast innan þrjátíu daga og þar verður nýr forseti landsins valinn.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira