Innlent

Kosningavakan í ár verður á Stöð 2 Vísi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Már Pétursson stýrir kosningavökunni á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á laugardagskvöld. Kosningavakan hefst klukkan 22.
Heimir Már Pétursson stýrir kosningavökunni á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á laugardagskvöld. Kosningavakan hefst klukkan 22. Vísir

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður á kosningavaktinni alla helgina þegar úrslitin ráðast í baráttunni um sveitarstjórnir landsins. Í ár verður kosningavaka fréttastofunnar á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er opin öllum.

Formleg kosningavakt hefst á Vísi í fyrramálið þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum um land allt þar til klukkan slær miðnætti á sunnudagskvöld. 

Kosningavaka fréttastofunnar þetta árið hefst klukkan 22 og verður á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Stöðin, sem fór í loftið árið 2021, er aðgengileg öllum á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.

Hægt er að horfa á Stöð 2 Vísi hér að neðan en finna má stöðina á sjónvarpsvef Vísis, með því að smella á „Í beinni“.

Heimir Már Pétursson rýnir í nýjustu tölur með Grétari Eyþórssyni stjórnmálafræðingi. Fréttamenn okkar verða í kosningapartýjunum og taka púlsinn á framboðunum þegar spennan magnast.

Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti á Sprengisandi á Bylgjunni klukkan 10 á sunnudagsmorgun og fer yfir atburði næturinnar. Aukafréttatími verður í sjónvarpinu á Stöð 2 klukkan tólf á hádegi.

Kvöldfréttatími Stöðvar 2 verður á sínum stað klukkan 18:30 og í framhaldi af honum fær Heimir Már góða gesti í heimsókn til að fara yfir sviðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×