Oddvitaáskorunin: Flutti ræðu lífs síns í svefni og klappaði fyrir sjálfum sér Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 21:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Orri Hlöðversson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Orri Hlöðversson fer fremstur í fararbroddi á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann er fæddur árið 1964 vestur í Landeyjum, austan við Hvolsvöll, en uppalinn í Kópavogi frá 6 ára aldri. Hann er jafnframt búsettur í Kópavogi með fjölskyldunni sinni en hann er giftur Helgu Dagnýju Árnadóttur og þau eiga börnin Valdísi Önnu og Ásgeir Helga. Orri bjó um árabil í Brussel, þar sem hann starfaði bæði hjá Framkvæmdastjórn ESB og sendiráði Bandaríkjanna. Hann varð síðar bæjarstjóri í Hveragerði og gegndi því embætti árin 2002-2006, eða þar til hann sneri aftur á æskuslóðirnar og hefur alið manninn í Kópavogi síðan. Hann hefur undanfarin fimmtán ár gegnt starfi forstjóra Frumherja, hvar hann er einnig í eigendahópi. Orri hefur alla tíð verið virkur í knattspyrnuhreyfingunni, bæði sem iðkandi og stjórnarmaður. Hann var formaður Breiðabliks um tíma og er nú formaður stjórnar Íslensks Toppfótbolta (ÍTF). Hann situr að auki í stjórn KSÍ. Klippa: Oddvitáskorun - Orri Hlöðversson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hjálparfoss í Þjórsárdal. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fer í taugarnar á mér að sparkvellir við grunnskólana okkar eru ekki upphitaðir. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Er sérlegur áhugamaður um nöfn á sveitabæjum. Hef náð að leggja flest öll nöfn sveitabæja á milli Reykjavíkur og Akureyrar á minnið. Kúskerpi í Skagafirði er með mínum uppáhalds. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Var tekinn í yfirheyrslu af lögreglunni þegar ég var tvítugur vegna bankaráns í Iðnaðarbankanum í Breiðholti 1984. Eyddi deginum í þetta. Var reyndar með fjarvistarsönnun. Málið telst enn óupplýst. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni og döðlur A.K.A. sú daðlaða á Flatbökunni. Hvaða lag peppar þig mest? Romeo's Tune með Steve Forbert. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 stykki. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Afhverju borðaði skákmaðurinn alla taflmennina? Því hann hélt að það væru brögð í tafli! Hvað er þitt draumafríi? Næst á listanum er klárlega að fara í langt frí til Burgundy í Frakklandi með mínum nánustu. Með hæfilegri blöndu af vínsmökkun, góðum mat og hreyfingu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst 2020 vera erfiðara. Á meðan við sem samfélag vorum að læra að aðlaga okkur að covid. Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet og Neil Young. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég flutti ræðu lífs míns í svefni eina nóttina, vakti alla fjölskylduna. Sonur minn var fljótur til og tók hana upp. Hún er samt ekki til útflutnings. Síðan tók ég við spurningum úr sal og klappaði fyrir sjálfum mér í lokin. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Minn maður Robert De Niro. Hefur þú verið í verbúð? Já. Vann eitt haust í sauðfjárslátrun í Borgarnesi þegar ég var 18 ára. Áhrifamesta kvikmyndin? The Deer Hunter. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á einn einasta þátt. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi vilja setjast að í Ölfusi þar sem hestarnir mínir eru nú þegar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það er klárlega Give it Up með KC & The Sunshine Band. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Orri Hlöðversson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Orri Hlöðversson fer fremstur í fararbroddi á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann er fæddur árið 1964 vestur í Landeyjum, austan við Hvolsvöll, en uppalinn í Kópavogi frá 6 ára aldri. Hann er jafnframt búsettur í Kópavogi með fjölskyldunni sinni en hann er giftur Helgu Dagnýju Árnadóttur og þau eiga börnin Valdísi Önnu og Ásgeir Helga. Orri bjó um árabil í Brussel, þar sem hann starfaði bæði hjá Framkvæmdastjórn ESB og sendiráði Bandaríkjanna. Hann varð síðar bæjarstjóri í Hveragerði og gegndi því embætti árin 2002-2006, eða þar til hann sneri aftur á æskuslóðirnar og hefur alið manninn í Kópavogi síðan. Hann hefur undanfarin fimmtán ár gegnt starfi forstjóra Frumherja, hvar hann er einnig í eigendahópi. Orri hefur alla tíð verið virkur í knattspyrnuhreyfingunni, bæði sem iðkandi og stjórnarmaður. Hann var formaður Breiðabliks um tíma og er nú formaður stjórnar Íslensks Toppfótbolta (ÍTF). Hann situr að auki í stjórn KSÍ. Klippa: Oddvitáskorun - Orri Hlöðversson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hjálparfoss í Þjórsárdal. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fer í taugarnar á mér að sparkvellir við grunnskólana okkar eru ekki upphitaðir. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Er sérlegur áhugamaður um nöfn á sveitabæjum. Hef náð að leggja flest öll nöfn sveitabæja á milli Reykjavíkur og Akureyrar á minnið. Kúskerpi í Skagafirði er með mínum uppáhalds. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Var tekinn í yfirheyrslu af lögreglunni þegar ég var tvítugur vegna bankaráns í Iðnaðarbankanum í Breiðholti 1984. Eyddi deginum í þetta. Var reyndar með fjarvistarsönnun. Málið telst enn óupplýst. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni og döðlur A.K.A. sú daðlaða á Flatbökunni. Hvaða lag peppar þig mest? Romeo's Tune með Steve Forbert. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 stykki. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Afhverju borðaði skákmaðurinn alla taflmennina? Því hann hélt að það væru brögð í tafli! Hvað er þitt draumafríi? Næst á listanum er klárlega að fara í langt frí til Burgundy í Frakklandi með mínum nánustu. Með hæfilegri blöndu af vínsmökkun, góðum mat og hreyfingu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst 2020 vera erfiðara. Á meðan við sem samfélag vorum að læra að aðlaga okkur að covid. Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet og Neil Young. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég flutti ræðu lífs míns í svefni eina nóttina, vakti alla fjölskylduna. Sonur minn var fljótur til og tók hana upp. Hún er samt ekki til útflutnings. Síðan tók ég við spurningum úr sal og klappaði fyrir sjálfum mér í lokin. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Minn maður Robert De Niro. Hefur þú verið í verbúð? Já. Vann eitt haust í sauðfjárslátrun í Borgarnesi þegar ég var 18 ára. Áhrifamesta kvikmyndin? The Deer Hunter. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á einn einasta þátt. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi vilja setjast að í Ölfusi þar sem hestarnir mínir eru nú þegar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það er klárlega Give it Up með KC & The Sunshine Band.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira