Son myndi fórna markakóngstitlinum fyrir Meistaradeildarsæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 12:46 Heung-Min Son fagnar marki sínu gegn Arsenal. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Heung-Min Son er í harðri baráttu við Liverpool-manninn Mohamed Salah um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kóreumaðurinn segist hins vegar vera tilbúinn að fórna titlinum ef það þýðir að Tottenham vinnur sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Son hefur verið iðinn við markaskorun þetta tímabilið og hefur séð til þess að markverðir deildarinnar hafa þurft að sækja boltann í netið í 21 skipti. Hann er einu marki á eftir efsta manni listans, Mohamed Salah, sem hefur skorað 22 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, Það er þó önnur barátta sem Kóreumaðurinn telur mun mikilvægari, en það er baráttan um Meistaradeildarsæti. Son og félagar hans í Tottenham sitja í fimmta sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir erkifjendum þeirra í Arsenal sem sitja í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. „Það væri frábært að verða markakóngur, en fyrir okkur sem lið er mikilvægt að lenda í einu af efstu fjórum sætunum,“ sagði Son. Kóreumaðurinn skoraði mark númer 21 á tímabilinu í öruggum 3-0 sigri Tottenham gegn erkifjendunum í Arsenal síðastliðinn Fimmtudag. Hann hefur nú skorað tíu mörk í seinustu átta leikjum, en aðspurður að því hvort hann myndi fórna einhverjum af þessum mörkum fyrir sæti í Meistaradeildinni stóð ekki á svörum. „Já, hundrað prósent. Auðvitað er gott að maður sé að keppa að því að verða markakóngur, en ég hef sagt það áður að það að enda í topp fjórum er það mikilvægasta af öllu fyrir okkur,“ sagði Kóreumaðurinn að lokum. Son Heung-min has admitted he'd sacrifice the Premier League Golden Boot to play in the #UCL with Tottenham. - Express pic.twitter.com/9wwvz4Hkoy— The Spurs Web (@thespursweb) May 13, 2022 Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Son hefur verið iðinn við markaskorun þetta tímabilið og hefur séð til þess að markverðir deildarinnar hafa þurft að sækja boltann í netið í 21 skipti. Hann er einu marki á eftir efsta manni listans, Mohamed Salah, sem hefur skorað 22 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, Það er þó önnur barátta sem Kóreumaðurinn telur mun mikilvægari, en það er baráttan um Meistaradeildarsæti. Son og félagar hans í Tottenham sitja í fimmta sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir erkifjendum þeirra í Arsenal sem sitja í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. „Það væri frábært að verða markakóngur, en fyrir okkur sem lið er mikilvægt að lenda í einu af efstu fjórum sætunum,“ sagði Son. Kóreumaðurinn skoraði mark númer 21 á tímabilinu í öruggum 3-0 sigri Tottenham gegn erkifjendunum í Arsenal síðastliðinn Fimmtudag. Hann hefur nú skorað tíu mörk í seinustu átta leikjum, en aðspurður að því hvort hann myndi fórna einhverjum af þessum mörkum fyrir sæti í Meistaradeildinni stóð ekki á svörum. „Já, hundrað prósent. Auðvitað er gott að maður sé að keppa að því að verða markakóngur, en ég hef sagt það áður að það að enda í topp fjórum er það mikilvægasta af öllu fyrir okkur,“ sagði Kóreumaðurinn að lokum. Son Heung-min has admitted he'd sacrifice the Premier League Golden Boot to play in the #UCL with Tottenham. - Express pic.twitter.com/9wwvz4Hkoy— The Spurs Web (@thespursweb) May 13, 2022
Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira