Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza hafa verið í harðri fallbaráttu í allan vetur og gátu tölfræðilega fallið fyrir lokaumferðina en liðið heimsótti Murcia sem átti enn möguleika á sæti í úrslitakeppni.
Tryggvi og félagar gerðu sér lítið fyrir og unnu fimm stiga sigur, 72-77 og tryggðu sér þar með áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.
Tryggvi skoraði þrjú stig og reif niður sex fráköst.
— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) May 14, 2022
Martin Hermannsson var ekki í leikmannahópi Valencia sem vann fjögurra stiga sigur á Obradoiro og tryggði sér þar með þriðja sæti deildarinnar.