Innlent

Björg á­fram bæjar­stjóri í Grundar­firði eftir sigur D-lista

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. Vísir/Egill

D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra vann sigur og hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn í Grundarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær.

Björg Ágústsdóttir mun því áfram gegna embætti bæjarstjóra.

D-listinn hlaut 234 atkvæði og fjóra fulltrúa kjörna, en L-listi Samstöðu 216 atkvæði og þrjá fulltrúa.

Fyrir kosningar greindi D-listi frá því að hann myndi leita til Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra um að gegna starfinu áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×