Eins og búið sé að taka pólitík úr stjórnmálunum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. maí 2022 09:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Kjörsókn var ljómandi framan af í gær en þegar líða fór á dagin dró úr henni. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins var kjörsókn rétt um og yfir sextíu prósent. Prófessor í stjórnmálafræði telur rólega kosningabaráttu og breytt kosningalög skýra dræma kjörsókn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira