Eins og búið sé að taka pólitík úr stjórnmálunum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. maí 2022 09:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Kjörsókn var ljómandi framan af í gær en þegar líða fór á dagin dró úr henni. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins var kjörsókn rétt um og yfir sextíu prósent. Prófessor í stjórnmálafræði telur rólega kosningabaráttu og breytt kosningalög skýra dræma kjörsókn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira