Einn besti snókerþjálfari í heiminum er fluttur til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 10:00 Íslandsmeistarinn í snóker 2022, Þorri Jensson ræðir málin við Alan Trigg sem er að þjálfa snóker og pool hér á landi. S2 Sport Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð á dögunum Íslandsmeistari í snóker í annað skiptið á ferlinum en hann vonast til að fá hjálp frá skólunum til að auka vinsældir íþróttarinnar. „Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker Snóker Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira
„Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker
Snóker Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira