Á-listinn fékk meirihluta í Rangárþingi ytra með ellefu atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 13:55 Sveitarstjórnarfulltrúar Á-listans. Aðsend Litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn bæri sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra á laugardag. Ellefu atkvæðum munaði, að sögn oddvita flokksins, að hann hefði fengið meirihluta. „Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira