Sjálfstæðismenn í viðræður við N-lista um nýjan meirihluta í Rangárþingi eystra Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2022 14:14 Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings eystra. Vísir/Magnús Hlynur Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra ætla að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf við N-lista Nýja óháða listans. Þetta staðfestir Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri, í samtali við Vísi. Sjálfstæðismenn hafa verið í samstarfi við Framsóknarmenn í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár. Listar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fengu báðir þrjá menn kjörna í kosningunum á laugardag og Nýi óháði listinn einn. Samsetning sveitarstjórnar Rangárþings eystra er því sú sama og verið hefur. Anton Kári segir að fyrsti formlegi fundurinn milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Nýja óháða listans verði í kvöld, en Tómas Birgir Magnússon er fulltrúi Nýja óháða listans í sveitarstjórn. „Ef vel gengur þá er það stefnan að klára viðræður um samstarf fljótt og vel,“ segir Anton Kári. Anton Kári segir Sjálfstæðismenn leggja upp með það í viðræðum að hann verði nýr sveitarstjóri í meirihlutasamstarfi. Anton Kári var sveitarstjóri Rangárþings eystra fyrri tvö ár kjörtímabilsins en á miðju tímabili tók Lilja Einarsdóttir, leiðtogi Framsóknar í sveitarfélaginu, við embættinu. Á vef Rangárþings eystra kemur fram að kjörsókn hafi verið um 75 prósent og voru úrslitin á þessa leið: D-listi Sjálfstæðisflokksins og annara lýðræðissinna: 42,4% og 3 menn kjörnir B-listi Framsóknarflokksins og annara framfarasinna: 36,3% og 3 menn kjörnir N-listi Nýja óháða listans: 21,3% og 1 maður kjörinn Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022-2026 er því skipuð: Anton Kári Halldórsson - D Árný Hrund Svavarsdóttir - D Sigríður Karólína Viðarsdóttir - D Lilja Einarsdóttir - B Rafn Bergsson - B Bjarki Oddsson - B Tómas Birgir Magnússon - N Hvolsvöllur er stærsti þéttbýliskjarninn í Rangárþingi eystra. Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Þetta staðfestir Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri, í samtali við Vísi. Sjálfstæðismenn hafa verið í samstarfi við Framsóknarmenn í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár. Listar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fengu báðir þrjá menn kjörna í kosningunum á laugardag og Nýi óháði listinn einn. Samsetning sveitarstjórnar Rangárþings eystra er því sú sama og verið hefur. Anton Kári segir að fyrsti formlegi fundurinn milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Nýja óháða listans verði í kvöld, en Tómas Birgir Magnússon er fulltrúi Nýja óháða listans í sveitarstjórn. „Ef vel gengur þá er það stefnan að klára viðræður um samstarf fljótt og vel,“ segir Anton Kári. Anton Kári segir Sjálfstæðismenn leggja upp með það í viðræðum að hann verði nýr sveitarstjóri í meirihlutasamstarfi. Anton Kári var sveitarstjóri Rangárþings eystra fyrri tvö ár kjörtímabilsins en á miðju tímabili tók Lilja Einarsdóttir, leiðtogi Framsóknar í sveitarfélaginu, við embættinu. Á vef Rangárþings eystra kemur fram að kjörsókn hafi verið um 75 prósent og voru úrslitin á þessa leið: D-listi Sjálfstæðisflokksins og annara lýðræðissinna: 42,4% og 3 menn kjörnir B-listi Framsóknarflokksins og annara framfarasinna: 36,3% og 3 menn kjörnir N-listi Nýja óháða listans: 21,3% og 1 maður kjörinn Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022-2026 er því skipuð: Anton Kári Halldórsson - D Árný Hrund Svavarsdóttir - D Sigríður Karólína Viðarsdóttir - D Lilja Einarsdóttir - B Rafn Bergsson - B Bjarki Oddsson - B Tómas Birgir Magnússon - N Hvolsvöllur er stærsti þéttbýliskjarninn í Rangárþingi eystra.
Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira