Innlent

F-listinn með meiri­hluta í Eyja­fjarðar­sveit

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Séð yfir Hrafnagil í Eyjafirði. Þar búa núna um 300 manns.
Séð yfir Hrafnagil í Eyjafirði. Þar búa núna um 300 manns. Eyjafjarðarsveit

F-listinn fékk meirihluta atkvæða í Eyjafjarðarsveit á laugardag. Alls var 821 á kjörskrá í sveitarfélaginu og greiddu 587 atkvæði, eða 71,5%.

Atkvæðin skiptust þannig: 

  • F-listi fékk 338 atkvæði
  • K-listi fékk 235 atkvæði
  • Auðir seðlar 11
  • Ógildir seðlar 3

Eftirfarandi munu þá sitja í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samkvæmt vef Eyjafjarðarsveitar.

  • Hermann Ingi Gunnarsson (F)
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir (K)
  • Linda Margrét Sigurðardóttir (F) 
  • Sigurður Ingi Friðleifsson (K)
  • Kjartan Sigurðsson (F) 
  • Sigríður Bjarnadóttir (K)
  • Berglind Kristinsdóttir (F)

Stærsti þéttbýliskjarninn í Eyjafjarðarsveit er Hrafnagil en þar búa um þrjú hundruð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×