Steph Curry útskrifaðist úr háskóla í miðri úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 14:02 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir enn á ný í úrslit Vesturdeildarinnar. AP/Carlos Avila Gonzalez NBA stórstjarnan Stephen Curry var í Davidson háskólanum eins og Jón Axel Guðmundsson og Styrmir Snær Þrastarson en stökk yfir í NBA-deildina áður en hann kláraði námið. Nú hefur kappinn bætt úr því. Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021. NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021.
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira