Butler með einstaka tölfræðilínu í sigri Miami liðsins í Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 07:31 Boston Celtics mennirnir Robert Williams III (númer 44) og Jayson Tatum (0) reyna að loka á Jimmy Butler sem virðist vera búinn að finna lausan mann. AP/Lynne Sladky Jimmy Butler og félagar í Miami Heat eru komnir 1-0 yfir í úrslitum Austurdeildarinnar eftir útisigur á Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022 NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira
Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022
NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira