Ræðst um helgina hvort Sara Sigmunds komist aftur á heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir getur náð risastóru takmarki í endurkomu sinni í Amsterdam um helgina. Instagram/@sarasigmunds Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum. Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira
Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira