Innlent

Íris heldur bæjar­stjóra­stólnum

Árni Sæberg skrifar
Málefnasamningur var undirritaður í Eldheimum í morgun.
Málefnasamningur var undirritaður í Eldheimum í morgun. Aðsend

Eyjalist­inn og Fyr­ir Heima­ey undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum í morgun. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar.

Málefnasamningur milli listanna var undirritaður í Eldheimum í morgun.

„Fjölskyldu- og fræðslumál verða áfram í forgangi; samhliða ábyrgum rekstri og fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að veita bæjarbúum framúrskarandi þjónustu,“ segir í fréttatilkynningu frá nýjum meirihluta.

Íris Róbertsdóttir, sem skipaði þriðja sæti á lista Fyrir Heimaey, mun verma bæjarstjórastólinn í fjögur ár í viðbót en hún tók við sem bæjarstjóri árið 2018.

Oddviti Fyrir Heimaey, Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, verður formaður bæjarráðs.

Flokkarnir tveir mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og héldu velli með fimm fulltrúa af níu.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×