Enski boltinn

Stór­skytta Arsenal á­fram í Lundúnum: „Verðum að vinna titla“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vivianne Miedema verður áfram Skytta.
Vivianne Miedema verður áfram Skytta. David Price/Getty Images

Vivianne Miedema, ein albesta knattspyrnukona heims, hefur ákveðið að endursemja við Arsenal þrátt fyrir að vera orðið við lið á borð París Saint-Germain og Barcelona. Hún segir að Skytturnar verði að gera betur.

Hin 25 ára gamla Miedema hefur verið á mála hjá Arsenal síðan árið 2017 og raðað inn mörkum, alls hefur hún skorað 117 mörk í 144 leikjum.

„Ég hef verið í viðræðum við nokkur félög frá Spáni, Frakklandi og Englandi,“ sagði hollenska markavélin í viðtali við The Guardian eftir að samningurinn var í höfn. Talið er að samningurinn gildi út næstu leiktíð en það hefur ekki verið staðfest.

„Ég kom hingað því ég vildi hjálpa félaginu að vaxa. Við höfum við verið nálægt því að vinna deildina aftur (Arsenal varð Englandsmeistari 2019) en ég sagði við félagið að við yrðum að þróast sem lið og við yrðum að vinna titla. Ef ekki þá þarf ég að taka næsta skref. Ég verð 26 ára á næsta ári svo það eru enn fjölmörg tækifæri.“

„Barcelona er besta lið í heimi í dag en besta deildin er á Englandi,“ sagði þessi magnaði framherji að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×