Gæti leikið í ensku B-deildinni á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2022 19:31 Gareth Bale á varamannabekk Real Madríd gegn Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. David S. Bustamante/Getty Images Samningur Gareth Bale við Spánarmeistara Real Madríd rennur út í sumar. Samkvæmt fjölmiðlum ytra gæti hann tekið slaginn með Cardiff City í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Hinn 32 ára gamli Bale hefur verið kómísk fígúra undanfarin misseri og löngu ljóst að forráðamenn Real vilja ekkert með hann hafa. Þrátt fyrir að hafa byrjað feril sinn í Madríd nokkuð vel – og skorað nokkur stórglæsileg mörk – þá er samband vængmannsins frá Wales við félag sitt orðið heldur súrt. Það á bæði við um forráðamenn Real sem og stuðningsfólk félagsins. Bale var nálægt því að fara til Kína sumarið 2019 en ekkert varð af því. Hann var svo lánaður til Tottenham Hotspur haustið 2020 og átti þar að finna gleðina eftir að hafa leikið með liðinu frá 2007 til 2013. Það gekk ágætlega hjá Tottenham en ákveðið var að kaupa Bale ekki til baka. Aftur fór hann því til Madrídar þar sem hann er enn. Í sumar verður hann hins vegar laus allra mála en nú hefur landsliðsþjálfari Wales gefið til kynna að Bale gæti verið á leið heim. Robert Page var í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu þar sem hann sagði að vistaskiptin væru ekki alvitlaus. Talið er að Bale bíði þangað til það er ljóst hvort Wales komist á HM í Katar með að ákveða framtíð sína. Það hefur verið talað um að vængmaðurinn öflugi hafi mögulega íhuga að leggja skóna á hilluna. Ef ekki þá er eflaust urmull liða í Bandaríkjunum tilbúin að fá hann í sínar raðir. Og svo er það Cardiff City í ensku B-deildinni þar sem mánaðarlaun alls leikmannahópsins náði ekki upp í þau rúmlegu 600 þúsund pund sem Bale var á hjá Real Madríd. Cardiff City endaði í 18. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Bale hefur verið kómísk fígúra undanfarin misseri og löngu ljóst að forráðamenn Real vilja ekkert með hann hafa. Þrátt fyrir að hafa byrjað feril sinn í Madríd nokkuð vel – og skorað nokkur stórglæsileg mörk – þá er samband vængmannsins frá Wales við félag sitt orðið heldur súrt. Það á bæði við um forráðamenn Real sem og stuðningsfólk félagsins. Bale var nálægt því að fara til Kína sumarið 2019 en ekkert varð af því. Hann var svo lánaður til Tottenham Hotspur haustið 2020 og átti þar að finna gleðina eftir að hafa leikið með liðinu frá 2007 til 2013. Það gekk ágætlega hjá Tottenham en ákveðið var að kaupa Bale ekki til baka. Aftur fór hann því til Madrídar þar sem hann er enn. Í sumar verður hann hins vegar laus allra mála en nú hefur landsliðsþjálfari Wales gefið til kynna að Bale gæti verið á leið heim. Robert Page var í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu þar sem hann sagði að vistaskiptin væru ekki alvitlaus. Talið er að Bale bíði þangað til það er ljóst hvort Wales komist á HM í Katar með að ákveða framtíð sína. Það hefur verið talað um að vængmaðurinn öflugi hafi mögulega íhuga að leggja skóna á hilluna. Ef ekki þá er eflaust urmull liða í Bandaríkjunum tilbúin að fá hann í sínar raðir. Og svo er það Cardiff City í ensku B-deildinni þar sem mánaðarlaun alls leikmannahópsins náði ekki upp í þau rúmlegu 600 þúsund pund sem Bale var á hjá Real Madríd. Cardiff City endaði í 18. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira