Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð Atli Arason skrifar 21. maí 2022 09:27 Kevon Looney, leikmaður Golden State Warriors, kemur boltanum ofan í körfuna á meðan Luka Doncic, leikmaður Dallas Mavericks, fylgist með. Getty Images Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat. Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira