BDSM úr sögunni á Akureyri Eiður Þór Árnason og Atli Ísleifsson skrifa 25. maí 2022 09:45 Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri og eini bæjarfulltrúi flokksins. Samfylkingin Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira