Fær rúmlega þrjátíu og tvo milljarða til að eyða í leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 08:00 Thomas Tuchel hugsi yfir hvaða leikmenn hann ætti að fá til Chelsea í sumar. Catherine Ivill/Getty Images Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að setja rúmlega 200 milljónir punda, eða 32 og hálfan milljarð íslenskra króna, í nýja leikmenn. Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira