Sigríður nýr forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2022 12:25 Sigríður tekur við starfinu 1. október næstkomandi. Aðsend Sigríður Gunnarsdóttir mun taka við sem forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins þann 1. október næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Laufeyju Tryggvadóttur. Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt, lauk klínísku meistaranámi í krabbameinshjúkrun frá University og Wisconsin Madison árið 2000 og doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 2004. Frá árinu 2012 hefur Sigríður starfað sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala þar sem hún hefur leitt faglega þróun hjúkrunar og byggt upp og eflt gæða- og umbótastarf, menntun, vísindi og starfsþróun. Samhliða starfi sínu hefur hún gegnt starfi prófessors í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Sigríður hefur stýrt rannsóknarverkefnum sem hlotið hafa styrki úr rannsóknar- og samkeppnissjóðum bæði hér á landi og erlendis og birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum. Sigríður hefur verið virk í starfi Krabbameinsfélags Íslands en hún átti sæti í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun árið 2015 og var formaður stjórnar frá 2016 til 2021. „Við hjá Krabbameinsfélaginu eru mjög ánægð með að vera búin að fá Sigríði í hópinn. Hún verður mjög góður liðsauki við þann góða hóp sérfræðinga sem starfar hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Sigríður fær það hlutverk að þróa starf setursins áfram í takt við áherslur félagsins, byggt á þeim góða grunni sem þar er fyrir.“ Sigríður segir það vera mikið tilhlökkunarefni að ganga til liðs við félagið en hún þekkir starf félagsins ágætlega. „Stórar áskoranir blasa við í framtíðinni, vegna mjög aukins fjölda krabbameinstilvika og fjölgunar lifenda. Ég tel mjög mikilvægt að allir leggist á eitt við að skapa hér á landi fyrirmyndaraðstæður fyrir fólk með krabbamein auk þess að vinna gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið og rannsóknir þess gegna þar lykilhlutverki,“ segir Sigríður. Vistaskipti Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt, lauk klínísku meistaranámi í krabbameinshjúkrun frá University og Wisconsin Madison árið 2000 og doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 2004. Frá árinu 2012 hefur Sigríður starfað sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala þar sem hún hefur leitt faglega þróun hjúkrunar og byggt upp og eflt gæða- og umbótastarf, menntun, vísindi og starfsþróun. Samhliða starfi sínu hefur hún gegnt starfi prófessors í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Sigríður hefur stýrt rannsóknarverkefnum sem hlotið hafa styrki úr rannsóknar- og samkeppnissjóðum bæði hér á landi og erlendis og birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum. Sigríður hefur verið virk í starfi Krabbameinsfélags Íslands en hún átti sæti í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun árið 2015 og var formaður stjórnar frá 2016 til 2021. „Við hjá Krabbameinsfélaginu eru mjög ánægð með að vera búin að fá Sigríði í hópinn. Hún verður mjög góður liðsauki við þann góða hóp sérfræðinga sem starfar hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Sigríður fær það hlutverk að þróa starf setursins áfram í takt við áherslur félagsins, byggt á þeim góða grunni sem þar er fyrir.“ Sigríður segir það vera mikið tilhlökkunarefni að ganga til liðs við félagið en hún þekkir starf félagsins ágætlega. „Stórar áskoranir blasa við í framtíðinni, vegna mjög aukins fjölda krabbameinstilvika og fjölgunar lifenda. Ég tel mjög mikilvægt að allir leggist á eitt við að skapa hér á landi fyrirmyndaraðstæður fyrir fólk með krabbamein auk þess að vinna gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið og rannsóknir þess gegna þar lykilhlutverki,“ segir Sigríður.
Vistaskipti Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira