Alþingi verði að koma áfengislöggjöf til nútímans Snorri Másson skrifar 26. maí 2022 16:15 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt frumvarp um smábrugghús fyrir þingið en kallar það hænuskref í rétta átt. Vísir/Vilhelm Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis. Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira