Mikil reiði blossað upp eftir að svartur maður kafnaði í lögreglubíl Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 27. maí 2022 08:24 Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/Bruna Prado Mikil reiði hefur blossað upp í Brasilíu eftir að maður lést í haldi lögreglu í borginni Umbaúba í norðausturhluta landsins. Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro. Brasilía Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro.
Brasilía Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira