Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 13:37 Börkur Patagoníugrátviðs. Hann vex afar hægt og getur orðið allt að 45 metra hár. Vísir/Getty Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess. Chile Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira
Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess.
Chile Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira