„Sumum finnst ég vera svona kómíker eða trúður en mér finnst ég ekki vera það. Það er alltaf alvarlegur undirtónn í öllu sem ég geri. Þó það sé eitthvað glens í því þá er mjög alvarlegur undirtónn.“
Öllu gríni fylgir jú alvara en Snorri er þó ekki að setja hlutina fram í gríni.
„Þegar ég fæ einhvern stimpil að ég sé eitthvað grín þá fer það í taugarnar á mér. Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu. Þetta er ég!“
Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.