Ekki nema nokkrir áratugir þar til jöklarnir hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:34 Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir sagði í viðtalinu í Bítinu að ekki væru nema nokkrir áratugir þar til Snæfellsjökull muni hverfa, hann sé þó ekki einn jökla um þau örlög. samsett Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu. Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu. Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu.
Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira