„Stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu“ Elísabet Hanna skrifar 1. júní 2022 11:30 Thelma hefur farið í gegnum mikla sjálfsvinnu síðustu ár. Helgi Ómarsson Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Thelma Guðmundsen hefur lent í fjölda áfalla í gegnum tíðina. Hún átti erfitt með skóla í æsku, leið ekki vel heima hjá sér, náði illa saman við mömmu sína og átti í slæmu sambandi við pabba sinn. Hún flutti að heiman aðeins sextán ára gömul. Það var röð áfalla sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og byrjaði að vinna í sér. Thelma var gestur í Helgaspjallinu þar sem hún ræðir erfiða æsku, sjálfsvinnuna, hvernig hún lærði að setja mörk og áföllin sem hún hefur farið í gegnum. Þátturinn er í heild sinni hér að neðan. Send í villingaskóla „Ástandið heima er bara orðið þannig að ég og mamma náum mjög illa saman og margt í gangi, ég stend mig illa í skóla, mæti illa, er send í svona villingaskóla,“ segir hún um uppeldið. Thelma flutti út ung að aldri og þurfti því snemma að takast á við ábyrgðina sem fylgir því að vera fullorðin. Hún segir að sem brotin sautján, átján ára stelpa hafi hún þráð að vera samþykkt og hafi reynt að sækja í samþykki hjá hinu kyninu. Hún segist hafa farið úr einu sambandi í annað og stanslaust verið að sækjast eftir viðurkenningu frá einstaklingum sem voru ekki að fara að gefa henni hana. Ofbeldissambönd Thelma talar um að hafa verið í tveimur ofbeldissamböndum á sínum yngri árum, bæði andlegum og líkamlegum. Hún segist hafa misst tengsl við marga í kringum sig á þeim tíma, líkt og tíðkast í slíkum samböndum. „Sækist líka alltaf bara í það sem ég fæ frá æskunni, það er allt þetta með áfengi og allt þetta sem þeir höfðu líka,“ segir hún um uppeldið sem mótaði hana. „Ég er búin að vinna úr ýmsu bæði með mömmu mína og pabba minn og mér finnst mikilvægt að koma ekki hérna og vera að segja mína sögu og segja sögu annarra, ég tala út frá mér,“ segir hún. „Sem foreldri í dag þá finnst mér ábygðin ávallt vera á foreldrum varðandi börnin okkar og ég tala sjálf sem móðir.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Lamaðist í andlitinu Útaf uppsafnaðari streitu, ofkeyrslu og áföllum lendir hún í því að lamast á annarri hlið andlitsins. Viku eftir það er brotið á henni. Það var lokahöggið og í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að fara að vinna í sjálfri sér. Eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu atvinnurekanda, eftir önnur slík áföll í fortíðinni, leitaði hún sér hjálpar hjá Stígamótum. Þar fór hún að vinna úr öllu sem hafði átt sér stað og dýfði sér ofan í sjálfsvinnu. „Og þá fyrst gerist eitthvað, þá fer ég fyrst að alvöru vinna í sjálfri mér. Ég þurfti að lenda í svo ótrúlega mörgum áföllum áður en ég fór að hlusta á líkamann minn.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Tekur rosalega á að vinna úr áföllum „Ég var á þeim stað meira að segja, stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu til þess að fara í tíma hjá Stígamótum. Þannig að ég hringdi í Önnu, ráðgjafann minn og bara talaði við hana símleiðis. Ég gat ekki hreyft mig.“ Thelma segir það taka rosalega á að vinna úr svona áföllum og fari mikil orka í verkefnið. Hún segist hafa átt erfitt með að komast yfir allt sem hafði gengið á og á tímabili hafi henni liðið eins og verkefnið væri óyfirstíganlegt. Hún minnist þess að hafa verið að labba yfir brú eftir fyrsta tímann þar sem hún var að opna á lífsreynslu sem hún hafði lokað á svo lengi. „Ég var að tala við eina af bestu vinkonum mínum og ég sagði bara: Ég get ekki meir, ég bara get ekki meir og á þessum tímapunkti þá langaði mig rosalega mikið að bara hoppa niður af þessari brú.“ Ég sá ekki að þessi sársauki yrði eitthvað minni.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) „Ég var búin að halda lokuðu svo lengi: Æskan, foreldrar mínir, að vera aldrei samþykkt, að vera aldrei nóg eða of mikið, ofbeldi ofan á kynferisofbeldi, brotin loforð, framhjáhald varðandi maka sem ég þráði samþykki frá, allskonar svona sem litla Thelma áttaði sig enganvegin á að það var bara grunnurinn að þessu öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum eftir margar læknisheimsóknir. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún var greind. 1. desember 2019 07:00 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Það var röð áfalla sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og byrjaði að vinna í sér. Thelma var gestur í Helgaspjallinu þar sem hún ræðir erfiða æsku, sjálfsvinnuna, hvernig hún lærði að setja mörk og áföllin sem hún hefur farið í gegnum. Þátturinn er í heild sinni hér að neðan. Send í villingaskóla „Ástandið heima er bara orðið þannig að ég og mamma náum mjög illa saman og margt í gangi, ég stend mig illa í skóla, mæti illa, er send í svona villingaskóla,“ segir hún um uppeldið. Thelma flutti út ung að aldri og þurfti því snemma að takast á við ábyrgðina sem fylgir því að vera fullorðin. Hún segir að sem brotin sautján, átján ára stelpa hafi hún þráð að vera samþykkt og hafi reynt að sækja í samþykki hjá hinu kyninu. Hún segist hafa farið úr einu sambandi í annað og stanslaust verið að sækjast eftir viðurkenningu frá einstaklingum sem voru ekki að fara að gefa henni hana. Ofbeldissambönd Thelma talar um að hafa verið í tveimur ofbeldissamböndum á sínum yngri árum, bæði andlegum og líkamlegum. Hún segist hafa misst tengsl við marga í kringum sig á þeim tíma, líkt og tíðkast í slíkum samböndum. „Sækist líka alltaf bara í það sem ég fæ frá æskunni, það er allt þetta með áfengi og allt þetta sem þeir höfðu líka,“ segir hún um uppeldið sem mótaði hana. „Ég er búin að vinna úr ýmsu bæði með mömmu mína og pabba minn og mér finnst mikilvægt að koma ekki hérna og vera að segja mína sögu og segja sögu annarra, ég tala út frá mér,“ segir hún. „Sem foreldri í dag þá finnst mér ábygðin ávallt vera á foreldrum varðandi börnin okkar og ég tala sjálf sem móðir.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Lamaðist í andlitinu Útaf uppsafnaðari streitu, ofkeyrslu og áföllum lendir hún í því að lamast á annarri hlið andlitsins. Viku eftir það er brotið á henni. Það var lokahöggið og í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að fara að vinna í sjálfri sér. Eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu atvinnurekanda, eftir önnur slík áföll í fortíðinni, leitaði hún sér hjálpar hjá Stígamótum. Þar fór hún að vinna úr öllu sem hafði átt sér stað og dýfði sér ofan í sjálfsvinnu. „Og þá fyrst gerist eitthvað, þá fer ég fyrst að alvöru vinna í sjálfri mér. Ég þurfti að lenda í svo ótrúlega mörgum áföllum áður en ég fór að hlusta á líkamann minn.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Tekur rosalega á að vinna úr áföllum „Ég var á þeim stað meira að segja, stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu til þess að fara í tíma hjá Stígamótum. Þannig að ég hringdi í Önnu, ráðgjafann minn og bara talaði við hana símleiðis. Ég gat ekki hreyft mig.“ Thelma segir það taka rosalega á að vinna úr svona áföllum og fari mikil orka í verkefnið. Hún segist hafa átt erfitt með að komast yfir allt sem hafði gengið á og á tímabili hafi henni liðið eins og verkefnið væri óyfirstíganlegt. Hún minnist þess að hafa verið að labba yfir brú eftir fyrsta tímann þar sem hún var að opna á lífsreynslu sem hún hafði lokað á svo lengi. „Ég var að tala við eina af bestu vinkonum mínum og ég sagði bara: Ég get ekki meir, ég bara get ekki meir og á þessum tímapunkti þá langaði mig rosalega mikið að bara hoppa niður af þessari brú.“ Ég sá ekki að þessi sársauki yrði eitthvað minni.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) „Ég var búin að halda lokuðu svo lengi: Æskan, foreldrar mínir, að vera aldrei samþykkt, að vera aldrei nóg eða of mikið, ofbeldi ofan á kynferisofbeldi, brotin loforð, framhjáhald varðandi maka sem ég þráði samþykki frá, allskonar svona sem litla Thelma áttaði sig enganvegin á að það var bara grunnurinn að þessu öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum eftir margar læknisheimsóknir. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún var greind. 1. desember 2019 07:00 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
„Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum eftir margar læknisheimsóknir. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún var greind. 1. desember 2019 07:00