Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2022 09:55 Sigurjón með þykkan urriða við opnun laxá í Mývatnssveit Bjarni Júlíusson Það er óhætt að segja að opnun Laxá í Mývatnssveit hafi farið fram úr björtustu vonum en talað er um að þetta hafi verið ein besta opnun í 10 ár. "Þetta var frábær opnun á þessu svæði, fiskurinn gríðarlega vel haldinn og aðstæður við opnun allar hinar bestu" sagði Bjarni Julíusson í samtali við Veiðivísi en hann var að koma úr Laxá í Mý eftir eftirminnilega opnun. Það var mikið af fiski og sem dæmi fengu þeir sem byrjuðu í Geirastaðaskurði 60 fiska um morguninn, Helluvað gaf 22 fiska hjá Bjarna og fjölskyldu en þeir settu í að minnsta kosti 40 fiska. "Neðri svæðin eru rólegri eins og venjulega og svo var líka núna en annað var allt inni. Fiskar í Flóanum, Skriðuflóa og Vörðuflóa. Það var mikið af bleikju í aflanum, venjulega er eingöngu urriði en núna var mikið og sérstaklega í Geldingaey og staðir eins Brunnshellishrólf stappað af bleikju" bætti bjarni við. Skilyrðin voru frábær en það var sól og hlýtt allann tímann sem greinilega hefur haft góð áhrif á veiðina. Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði
"Þetta var frábær opnun á þessu svæði, fiskurinn gríðarlega vel haldinn og aðstæður við opnun allar hinar bestu" sagði Bjarni Julíusson í samtali við Veiðivísi en hann var að koma úr Laxá í Mý eftir eftirminnilega opnun. Það var mikið af fiski og sem dæmi fengu þeir sem byrjuðu í Geirastaðaskurði 60 fiska um morguninn, Helluvað gaf 22 fiska hjá Bjarna og fjölskyldu en þeir settu í að minnsta kosti 40 fiska. "Neðri svæðin eru rólegri eins og venjulega og svo var líka núna en annað var allt inni. Fiskar í Flóanum, Skriðuflóa og Vörðuflóa. Það var mikið af bleikju í aflanum, venjulega er eingöngu urriði en núna var mikið og sérstaklega í Geldingaey og staðir eins Brunnshellishrólf stappað af bleikju" bætti bjarni við. Skilyrðin voru frábær en það var sól og hlýtt allann tímann sem greinilega hefur haft góð áhrif á veiðina.
Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði