Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. júní 2022 13:01 Már Kristjánsson segir ljóst að miklar áskoranir séu fram undan. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. Mikið álag er nú á bráðamóttökunni og öðrum deildum spítalans sem bitnar bæði á sjúklingum og starfsmönnum. Hjúkrunarfræðingar lýsa nagandi samviskubiti eftir hverja vakt og í gær sögðu fjórir upp störfum á bráðamóttökunni vegna álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, segir það sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og kvíðir því að fleiri fái nóg. „Ég er fullur kvíða yfir því, vegna þess að það er þannig með svona stofnun eins og spítala, hann er ekki neitt nema starfsfólkið þannig ef við höfum ekkert starfsfólk er enginn spítali,“ segir Már og bætir við að færri starfsmenn geti þá sinnt verkefninu sem leiði til verri þjónustu. Sumarið hefur í gegnum tíðina einnig verið sérstaklega erfiður tími í heilbrigðisþjónustu og er það staðan í ár. Margir vanir starfsmenn taka út frí, óreyndir nemar koma til starfa, og ferðamenn streyma í auknum mæli til landsins. „Þegar þetta er allt vegið saman þá er það fyrirsjáanlegt að vera bæði með mannaflaskort hjá okkur, óvant fólk og síðan mikið af verkefnum. Þannig þetta verður mikil áskorun held ég,“ segir Már. Bindur vonir við væntanlegar aðgerðir Í grunninn sé vandamálið sem spítalinn stendur nú frammi fyrir fjölþætt, til að mynda hafi heimaþjónusta ekki verið efld nægilega mikið auk þess sem skortur er á hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum. Að sögn Más eru stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld að grípa til allra tiltækra ráða til að bregðast við stöðunni. Heilbrigðisráðherra segir von á fleiri hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum og síðar í vikunni verða tilkynntar breytingar á fyrirkomulagi tilvísana til bráðamóttökunnar og fleiri aðgerðir til að reyna að leysa úr flæðisvandanum. „Ef að þetta gengur allt saman eftir þá bind ég vonir við að þetta muni bæta flæði sjúklinga í gegnum okkar þjónustu,“ segir Már „Þetta er verkefnið okkar að halda hérna uppi heilbrigðisþjónustu og þess vegna skiptir það svo miklu máli að við missum ekki fólk.“ Allt hangi þetta saman og bindur Már vonir við að aðgerðirnar leiði til þess að starfsmenn geti sinnt starfi sínu sem best á ný. „Til þess að fólk öðlist gleðina og starfsgleðina á ný þá er það best gert með því að skapa fólki eðlileg viðfangsefni á eðlilegum stað í þjónustukeðjunni,“ segir Már. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Mikið álag er nú á bráðamóttökunni og öðrum deildum spítalans sem bitnar bæði á sjúklingum og starfsmönnum. Hjúkrunarfræðingar lýsa nagandi samviskubiti eftir hverja vakt og í gær sögðu fjórir upp störfum á bráðamóttökunni vegna álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, segir það sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og kvíðir því að fleiri fái nóg. „Ég er fullur kvíða yfir því, vegna þess að það er þannig með svona stofnun eins og spítala, hann er ekki neitt nema starfsfólkið þannig ef við höfum ekkert starfsfólk er enginn spítali,“ segir Már og bætir við að færri starfsmenn geti þá sinnt verkefninu sem leiði til verri þjónustu. Sumarið hefur í gegnum tíðina einnig verið sérstaklega erfiður tími í heilbrigðisþjónustu og er það staðan í ár. Margir vanir starfsmenn taka út frí, óreyndir nemar koma til starfa, og ferðamenn streyma í auknum mæli til landsins. „Þegar þetta er allt vegið saman þá er það fyrirsjáanlegt að vera bæði með mannaflaskort hjá okkur, óvant fólk og síðan mikið af verkefnum. Þannig þetta verður mikil áskorun held ég,“ segir Már. Bindur vonir við væntanlegar aðgerðir Í grunninn sé vandamálið sem spítalinn stendur nú frammi fyrir fjölþætt, til að mynda hafi heimaþjónusta ekki verið efld nægilega mikið auk þess sem skortur er á hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum. Að sögn Más eru stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld að grípa til allra tiltækra ráða til að bregðast við stöðunni. Heilbrigðisráðherra segir von á fleiri hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum og síðar í vikunni verða tilkynntar breytingar á fyrirkomulagi tilvísana til bráðamóttökunnar og fleiri aðgerðir til að reyna að leysa úr flæðisvandanum. „Ef að þetta gengur allt saman eftir þá bind ég vonir við að þetta muni bæta flæði sjúklinga í gegnum okkar þjónustu,“ segir Már „Þetta er verkefnið okkar að halda hérna uppi heilbrigðisþjónustu og þess vegna skiptir það svo miklu máli að við missum ekki fólk.“ Allt hangi þetta saman og bindur Már vonir við að aðgerðirnar leiði til þess að starfsmenn geti sinnt starfi sínu sem best á ný. „Til þess að fólk öðlist gleðina og starfsgleðina á ný þá er það best gert með því að skapa fólki eðlileg viðfangsefni á eðlilegum stað í þjónustukeðjunni,“ segir Már.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira