Tengir kveikjuna að sýningunni við gamlan málningarslopp sem afi hennar átti og notaði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júní 2022 12:30 Listakonan Steinunn Eik klædd í málningarslopp afa síns heitins. Aðsend Listakonan og arkitektinn Steinunn Eik opnaði listasýninguna Jörð í versluninni Vest, Ármúla 17 fyrir nokkrum vikum síðan en sýningin stendur til 18. júní næstkomandi. Í kvöld klukkan 20:00 verður Steinunn Eik með listamannaspjall á sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá hennar listræna hugarheimi. Hvaðan sækir þú innblástur í listsköpun þinni? Innblásturinn að öllum mínum listaverkum er á einhvern hátt fenginn í náttúruna, þótt oft séu aðrar hugmyndir og hughrif vafin inn í sögurnar sem verkin segja. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Mér finnst mikilvægt að hver og einn fái að túlka og lesa verkin á þann hátt sem viðkomandi vill. Þótt innblásturinn minn komi úr ákveðinni átt, merki ég til dæmis aldrei verkin nema á bakhlið og þar kemur titill verksins fram. Abstrakt list er svo skemmtileg og hún má vera allt sem hún vill, burt sé frá upprunalegri hugsun listamannsins. Það gleður mig að heyra mismunandi túlkun fólks á verkum mínum og hvað fólk sér ólíka hluti út úr þeim. Oft sér fólk eitthvað allt annað en ég var með í hausnum á mér og það finnst mér gefa verkinu meira vægi. Innblásturinn kemur líka held ég bara innan úr mér, ég sé mjög illa, er mjög fjarsýn og fékk ekki gleraugu fyrr en á fimmta ári sem barn. Ég byrjaði snemma að teikna af mikilli ákefð og áður en ég fékk gleraugu var ekki hægt að lesa mikið út úr teikningunum mínum annað en einhverjar klessur eða krúsindúllur, eins og mamma kallaði það. Mamma, sem er kennari, hafði áhyggjur af því að ég gæti ekki einu sinni teiknað Óla prik. Svo í kjölfar þess að ég fékk gleraugu urðu teikningarnar mínar skiljanlegar og um átta ára aldur var ég búin að ákveða að verða arkitekt. Það áhugaverða var svo að þegar ég byrja að mála í seinni tíð tók mamma strax eftir því að málverkin mín og formfræðin minnti mjög á krúsindúllurnar sem ég teiknaði hálf sjónlaus sem barn. Það er áhugavert hvernig heilinn virkar, því það er greinilegt að þessi formfræði kemur einhvers staðar djúpt innan frá mér. Steinunn Eik sækir innblástur í náttúruna í listaverkum sínum.Steinunn Eik Hvernig myndirðu lýsa þínum stíl í myndlistinni? Sem arkitekt hugsa ég og vinn í þrívídd og það sama á við um listina mína, þar eru verkin mín einhvers staðar á mörkum málverka og skúlptúra, upphleypt með mikilli og grófri áferð. Hvert verk tekur langan tíma í vinnslu og ég aðhyllist svipaðri hugsun og það sem kallast slow-cooking og slow-fashion og yfirfæri það yfir í slow-art. Það er að segja, ég vil ekki fjöldaframleiða heldur vinna hvert verk af alúð og af ákveðinni hugsun, að hvert verk sé einstakt út af fyrir sig. Ég vinn með alls konar efni, allt frá hraun-mulningi, sandi, léttsteypu, timbri, striga og með alls konar málningu. Það sem kannski lýsir mínum stíl er forvitni mín fyrir því hvernig efni hegða sér, ég hef rannsakað liti og áferð alls konar efna við gerð listaverka minna, rýnt í blæbrigði steinsteypu, timburs og ryðgaðra málma. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Ég hef mikla ánægju af því að vinna með timbur og ilmurinn af nýpússuðu eða nýsöguðu timbri hefur alla tíð verið minn uppáhalds ilmur, alveg síðan ég var krakki á trésmíðaverkstæðinu hans pabba. Á sýningu minni JÖRÐ er mun meira timbur en ég hef áður notað í verkin mín. Ertu að vinna með ákveðið þema á þessari sýningu? Á sýningunni er að finna fimmtán málverk í mismunandi stærðum, auk veggskúlptúrs til minningar um kæran vin og lærimeistara í byggingarlistinni. Ég er að sýna enn þrívíðri verk en ég hef áður gert og einnig er ég í fyrsta sinn með verk þar sem náttúrulegur gamaldags hörstrigi fær að njóta sína á stöku stað í sjálfu verkinu og er því ekki þakinn málningu að fullu. Tvö verkanna eru með mikið uppbrot í sjálfum striganum þar sem ég í raun bútasaumaði rammana með rifnum hör striga áður en ég byrjaði að mála. Verkin bera þess öll merki að vera unnin í mörgum lögum af áferð, alls konar efnum og penslastrokum. Það var um mitt síðasta ár sem ég fór að móta hugmyndina að þessari sýningu og vissi strax að hún ætti að heita JÖRÐ. Seinustu mánuði hef ég safnað í krukkur ýmsu úr náttúrunni, allt frá ýmsum jarðefnum, leir, sandi, grjóti, hrauni og yfir í greinar, mosa, laufblöð, köngla, þara og strá. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Hluti af þessu mikla krukku safni mínu, sem ég hef verið umkringd á vinnustofunni minni meðan ég vann verkin fyrir sýninguna, er til sýnis á sýningunni og gefst fólki því kostur á að sjá mjög greinilega hvaðan innblásturinn kemur. Innblásturinn er, eins og titill sýningarinnar ber með sér, jörðin sjálf, kraftur hennar, efniskennd og litir. Ég tengi kveikjuna að sýningunni minni við gamlan málningarslopp sem afi minn, Birgir Albertsson, átti og notaði á Hesteyri í Jökulfjörðum fyrir vestan. Sloppnum klæddist afi þegar hann málaði og viðhélt æskuheimilinu sínu á Hesteyri, en afi minn málaði líka fallegar vatnslitamyndir af náttúrunni. Þessi gamli brúnleiti sloppur er mér svo dýrmætur og liturinn mjög náttúrulegur, minnir á jarðkennda litinn á gömlum hör striga – sem er einmitt efni sem ég nota mikið í sýningunni minni. Það er eitthvað við það að hugsa um hvaðan maður kemur, ræturnar manns, sem heillar mig mjög. Þetta með ættjörðina og upprunann. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Ég fór vestur í vetur og fékk aðsetur til að mála í gömlu bifreiðaverkstæði í Bolungarvík og klæddist sloppnum hans afa í fyrsta sinn meðan ég málaði. Fjöllin veittu mér svo mikla orku og samheldnin í samfélaginu hreyf mig sérstaklega. Afi minn er látinn, en mér fannst ég komast nær honum í þessari ferð – ég kom aftur suður og vissi nákvæmlega hvernig ég vildi þróa áfram verkin fyrir sýninguna. Segðu mér frá viðburðinum í kvöld? Á viðburðinum mun ég leiða fólk í gegnum sýninguna, segja frá hverju verki, sögum á bak við verkin og tilurð sýningarinnar sem heild. Sýningin hefur verið lengi í vinnslu og það er því sérstaklega ánægjulegt að deila afrakstrinum með gestum. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Mér finnst ég kynnast betur eigin verkum með því að segja frá þeim og eiga í samtali við fólk. Það sem mér finnst einna áhugaverðast er hvað margir segjast upplifa sterkar tilfinningar á sýningunni, hvort sem það tengist minningum, stöðum í íslenskri náttúru eða jafnvel einhvers konar heimþrá. Á listamannaspjallinu í kvöld verður opið fyrir spurningar, samtal og vangaveltur í opnu spjalli milli listamannsins og gesta. Leiðsögn, afslöppuð stemmning og léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir! View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Að lokum segir Steinunn Eik að myndlistin skipi ört stækkandi hlutverk í hennar ferli og í dag er hún dugleg að blanda saman arkitektúr og myndlist, bæði í sitt hvoru lagi og í sama pakkanum. Þá sérhannar hún myndlist gjarnan inn í ákveðin rými og segir hún mannlegu tenginguna við kúnna vera rauði þráðurinn í gegnum flest sem hún býr til. Nánari upplýsingar um verk hennar má finna hér. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 Sjoppulegur hversdagsleiki með litríkri upphafningu og húmor Listamaðurinn Prins Póló opnar einkasýninguna Hvernig ertu? Í Borgarbókasafninu og menningarhúsinu Gerðubergi í dag. Sýningin er opin frá klukkan 14:00-17:00 og stendur til 28. ágúst næstkomandi. 28. maí 2022 09:31 Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. 28. maí 2022 07:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hvaðan sækir þú innblástur í listsköpun þinni? Innblásturinn að öllum mínum listaverkum er á einhvern hátt fenginn í náttúruna, þótt oft séu aðrar hugmyndir og hughrif vafin inn í sögurnar sem verkin segja. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Mér finnst mikilvægt að hver og einn fái að túlka og lesa verkin á þann hátt sem viðkomandi vill. Þótt innblásturinn minn komi úr ákveðinni átt, merki ég til dæmis aldrei verkin nema á bakhlið og þar kemur titill verksins fram. Abstrakt list er svo skemmtileg og hún má vera allt sem hún vill, burt sé frá upprunalegri hugsun listamannsins. Það gleður mig að heyra mismunandi túlkun fólks á verkum mínum og hvað fólk sér ólíka hluti út úr þeim. Oft sér fólk eitthvað allt annað en ég var með í hausnum á mér og það finnst mér gefa verkinu meira vægi. Innblásturinn kemur líka held ég bara innan úr mér, ég sé mjög illa, er mjög fjarsýn og fékk ekki gleraugu fyrr en á fimmta ári sem barn. Ég byrjaði snemma að teikna af mikilli ákefð og áður en ég fékk gleraugu var ekki hægt að lesa mikið út úr teikningunum mínum annað en einhverjar klessur eða krúsindúllur, eins og mamma kallaði það. Mamma, sem er kennari, hafði áhyggjur af því að ég gæti ekki einu sinni teiknað Óla prik. Svo í kjölfar þess að ég fékk gleraugu urðu teikningarnar mínar skiljanlegar og um átta ára aldur var ég búin að ákveða að verða arkitekt. Það áhugaverða var svo að þegar ég byrja að mála í seinni tíð tók mamma strax eftir því að málverkin mín og formfræðin minnti mjög á krúsindúllurnar sem ég teiknaði hálf sjónlaus sem barn. Það er áhugavert hvernig heilinn virkar, því það er greinilegt að þessi formfræði kemur einhvers staðar djúpt innan frá mér. Steinunn Eik sækir innblástur í náttúruna í listaverkum sínum.Steinunn Eik Hvernig myndirðu lýsa þínum stíl í myndlistinni? Sem arkitekt hugsa ég og vinn í þrívídd og það sama á við um listina mína, þar eru verkin mín einhvers staðar á mörkum málverka og skúlptúra, upphleypt með mikilli og grófri áferð. Hvert verk tekur langan tíma í vinnslu og ég aðhyllist svipaðri hugsun og það sem kallast slow-cooking og slow-fashion og yfirfæri það yfir í slow-art. Það er að segja, ég vil ekki fjöldaframleiða heldur vinna hvert verk af alúð og af ákveðinni hugsun, að hvert verk sé einstakt út af fyrir sig. Ég vinn með alls konar efni, allt frá hraun-mulningi, sandi, léttsteypu, timbri, striga og með alls konar málningu. Það sem kannski lýsir mínum stíl er forvitni mín fyrir því hvernig efni hegða sér, ég hef rannsakað liti og áferð alls konar efna við gerð listaverka minna, rýnt í blæbrigði steinsteypu, timburs og ryðgaðra málma. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Ég hef mikla ánægju af því að vinna með timbur og ilmurinn af nýpússuðu eða nýsöguðu timbri hefur alla tíð verið minn uppáhalds ilmur, alveg síðan ég var krakki á trésmíðaverkstæðinu hans pabba. Á sýningu minni JÖRÐ er mun meira timbur en ég hef áður notað í verkin mín. Ertu að vinna með ákveðið þema á þessari sýningu? Á sýningunni er að finna fimmtán málverk í mismunandi stærðum, auk veggskúlptúrs til minningar um kæran vin og lærimeistara í byggingarlistinni. Ég er að sýna enn þrívíðri verk en ég hef áður gert og einnig er ég í fyrsta sinn með verk þar sem náttúrulegur gamaldags hörstrigi fær að njóta sína á stöku stað í sjálfu verkinu og er því ekki þakinn málningu að fullu. Tvö verkanna eru með mikið uppbrot í sjálfum striganum þar sem ég í raun bútasaumaði rammana með rifnum hör striga áður en ég byrjaði að mála. Verkin bera þess öll merki að vera unnin í mörgum lögum af áferð, alls konar efnum og penslastrokum. Það var um mitt síðasta ár sem ég fór að móta hugmyndina að þessari sýningu og vissi strax að hún ætti að heita JÖRÐ. Seinustu mánuði hef ég safnað í krukkur ýmsu úr náttúrunni, allt frá ýmsum jarðefnum, leir, sandi, grjóti, hrauni og yfir í greinar, mosa, laufblöð, köngla, þara og strá. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Hluti af þessu mikla krukku safni mínu, sem ég hef verið umkringd á vinnustofunni minni meðan ég vann verkin fyrir sýninguna, er til sýnis á sýningunni og gefst fólki því kostur á að sjá mjög greinilega hvaðan innblásturinn kemur. Innblásturinn er, eins og titill sýningarinnar ber með sér, jörðin sjálf, kraftur hennar, efniskennd og litir. Ég tengi kveikjuna að sýningunni minni við gamlan málningarslopp sem afi minn, Birgir Albertsson, átti og notaði á Hesteyri í Jökulfjörðum fyrir vestan. Sloppnum klæddist afi þegar hann málaði og viðhélt æskuheimilinu sínu á Hesteyri, en afi minn málaði líka fallegar vatnslitamyndir af náttúrunni. Þessi gamli brúnleiti sloppur er mér svo dýrmætur og liturinn mjög náttúrulegur, minnir á jarðkennda litinn á gömlum hör striga – sem er einmitt efni sem ég nota mikið í sýningunni minni. Það er eitthvað við það að hugsa um hvaðan maður kemur, ræturnar manns, sem heillar mig mjög. Þetta með ættjörðina og upprunann. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Ég fór vestur í vetur og fékk aðsetur til að mála í gömlu bifreiðaverkstæði í Bolungarvík og klæddist sloppnum hans afa í fyrsta sinn meðan ég málaði. Fjöllin veittu mér svo mikla orku og samheldnin í samfélaginu hreyf mig sérstaklega. Afi minn er látinn, en mér fannst ég komast nær honum í þessari ferð – ég kom aftur suður og vissi nákvæmlega hvernig ég vildi þróa áfram verkin fyrir sýninguna. Segðu mér frá viðburðinum í kvöld? Á viðburðinum mun ég leiða fólk í gegnum sýninguna, segja frá hverju verki, sögum á bak við verkin og tilurð sýningarinnar sem heild. Sýningin hefur verið lengi í vinnslu og það er því sérstaklega ánægjulegt að deila afrakstrinum með gestum. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Mér finnst ég kynnast betur eigin verkum með því að segja frá þeim og eiga í samtali við fólk. Það sem mér finnst einna áhugaverðast er hvað margir segjast upplifa sterkar tilfinningar á sýningunni, hvort sem það tengist minningum, stöðum í íslenskri náttúru eða jafnvel einhvers konar heimþrá. Á listamannaspjallinu í kvöld verður opið fyrir spurningar, samtal og vangaveltur í opnu spjalli milli listamannsins og gesta. Leiðsögn, afslöppuð stemmning og léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir! View this post on Instagram A post shared by STEINUNN EIK (@steinunneik) Að lokum segir Steinunn Eik að myndlistin skipi ört stækkandi hlutverk í hennar ferli og í dag er hún dugleg að blanda saman arkitektúr og myndlist, bæði í sitt hvoru lagi og í sama pakkanum. Þá sérhannar hún myndlist gjarnan inn í ákveðin rými og segir hún mannlegu tenginguna við kúnna vera rauði þráðurinn í gegnum flest sem hún býr til. Nánari upplýsingar um verk hennar má finna hér.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 Sjoppulegur hversdagsleiki með litríkri upphafningu og húmor Listamaðurinn Prins Póló opnar einkasýninguna Hvernig ertu? Í Borgarbókasafninu og menningarhúsinu Gerðubergi í dag. Sýningin er opin frá klukkan 14:00-17:00 og stendur til 28. ágúst næstkomandi. 28. maí 2022 09:31 Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. 28. maí 2022 07:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36
Sjoppulegur hversdagsleiki með litríkri upphafningu og húmor Listamaðurinn Prins Póló opnar einkasýninguna Hvernig ertu? Í Borgarbókasafninu og menningarhúsinu Gerðubergi í dag. Sýningin er opin frá klukkan 14:00-17:00 og stendur til 28. ágúst næstkomandi. 28. maí 2022 09:31
Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. 28. maí 2022 07:00