Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. júní 2022 20:30 Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar hjá Háskóla Íslands, er í hópi þeirra sem hafa þurft að þola langa og erfiða bið eftir heilbrigðisþjónustu. Vísir/Egill Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. Landspítalinn og heilbrigðisyfirvöld reyna nú að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka álag á heilbrigðiskerfið en staðan er víða slæm. Á bráðamóttökunni hefur verið varað við langri bið og hættu til að mynda fjórir hjúkrunarfræðingar vegna álags í gær. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem þurfti nýverið að leita á bráðamóttöku. Sjálf hafði hún heyrt fregnir af slæmri stöðu á bráðamóttökunni en ekkert í líkingu við það sem hún upplifði. „Maður eiginlega trúði þessu ekki. Þetta var bara ófremdarástand,“ segir Steinunn en frá því að hún mætti þar til hún komst loksins heim aftur liðu þrettán klukkustundir. Hún lýsir því að tiltölulega fáir hafi verið á biðstofunni þegar hún mætti en engu að síður þurfti hún að bíða í um fimm klukkutíma eftir því að komast að. Á þeim tíma sá hún meðal annars grátandi konu gefast upp á biðinni eftir fjóra tíma, önnur sat grátandi og verkjuð út í horni, og þar að auki leið yfir tvo karlmenn. „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd. Þetta var eitthvað svo fáránlegt að við værum hérna í þessu velferðarríki og þetta var langt út fyrir allt sem getur talist ásættanlegt,“ segir hún. „Ef þetta væri ekki svona alvarlegt og manni liði ekki svona illa þá hefði ég nú bara gert stuttmynd um ástandið, þetta var svo ofsalega súrrealískt.“ Starfsfólkið framúrskarandi þrátt fyrir gríðarlegt álag Þó að staðan hafi vægast sagt verið erfið fyrir sjúklinga sem biðu segir Steinunn starfsfólkið hafa verið framúrskarandi og ekki á þeim að sjá að þau væru undir gríðarlegu álagi. „Það var svo innilega ekki við starfsfólkið að sakast og þau höndluðu þetta ótrúlega vel.“ „Maður sá að það lagði allt í að reyna að þjóna öllum sem allra fyrst. Það var svo faglegt og vandvirkt, en það er bara svo mikið sem þau gátu gert og svo bara bættist fólk við,“ segir Steinunn en þegar hún fór sjálf var móttakan orðin full. Hún segir ljóst að þörf sé á breytingum, enda staðan óboðleg bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þá þurfi fólk að vera vel undirbúið til að eyða deginum í að sækja þjónustu. „Þú þarft eiginlega að vera í toppformi til að komast að og þrauka þennan tíma,“ segir Steinunn. „Þetta getur ekki talist eðlilegt í ríku landi eins og Íslandi, að það sé ekki hægt að bjóða upp á bráðamóttöku sem sinnir fólki sem sannarlega er mjög veikt,“ segir hún enn fremur. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. 31. maí 2022 14:05 „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Staðan mjög þung þetta vorið Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. 25. maí 2022 20:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Landspítalinn og heilbrigðisyfirvöld reyna nú að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka álag á heilbrigðiskerfið en staðan er víða slæm. Á bráðamóttökunni hefur verið varað við langri bið og hættu til að mynda fjórir hjúkrunarfræðingar vegna álags í gær. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem þurfti nýverið að leita á bráðamóttöku. Sjálf hafði hún heyrt fregnir af slæmri stöðu á bráðamóttökunni en ekkert í líkingu við það sem hún upplifði. „Maður eiginlega trúði þessu ekki. Þetta var bara ófremdarástand,“ segir Steinunn en frá því að hún mætti þar til hún komst loksins heim aftur liðu þrettán klukkustundir. Hún lýsir því að tiltölulega fáir hafi verið á biðstofunni þegar hún mætti en engu að síður þurfti hún að bíða í um fimm klukkutíma eftir því að komast að. Á þeim tíma sá hún meðal annars grátandi konu gefast upp á biðinni eftir fjóra tíma, önnur sat grátandi og verkjuð út í horni, og þar að auki leið yfir tvo karlmenn. „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd. Þetta var eitthvað svo fáránlegt að við værum hérna í þessu velferðarríki og þetta var langt út fyrir allt sem getur talist ásættanlegt,“ segir hún. „Ef þetta væri ekki svona alvarlegt og manni liði ekki svona illa þá hefði ég nú bara gert stuttmynd um ástandið, þetta var svo ofsalega súrrealískt.“ Starfsfólkið framúrskarandi þrátt fyrir gríðarlegt álag Þó að staðan hafi vægast sagt verið erfið fyrir sjúklinga sem biðu segir Steinunn starfsfólkið hafa verið framúrskarandi og ekki á þeim að sjá að þau væru undir gríðarlegu álagi. „Það var svo innilega ekki við starfsfólkið að sakast og þau höndluðu þetta ótrúlega vel.“ „Maður sá að það lagði allt í að reyna að þjóna öllum sem allra fyrst. Það var svo faglegt og vandvirkt, en það er bara svo mikið sem þau gátu gert og svo bara bættist fólk við,“ segir Steinunn en þegar hún fór sjálf var móttakan orðin full. Hún segir ljóst að þörf sé á breytingum, enda staðan óboðleg bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þá þurfi fólk að vera vel undirbúið til að eyða deginum í að sækja þjónustu. „Þú þarft eiginlega að vera í toppformi til að komast að og þrauka þennan tíma,“ segir Steinunn. „Þetta getur ekki talist eðlilegt í ríku landi eins og Íslandi, að það sé ekki hægt að bjóða upp á bráðamóttöku sem sinnir fólki sem sannarlega er mjög veikt,“ segir hún enn fremur.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. 31. maí 2022 14:05 „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Staðan mjög þung þetta vorið Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. 25. maí 2022 20:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01
Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. 31. maí 2022 14:05
„Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00
Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00
Staðan mjög þung þetta vorið Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. 25. maí 2022 20:31
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent