Toyota með flestar nýskráningar í maí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2022 07:01 Mitsubishi Eclipse Cross var mest nýskráða undirtegundin í maí. Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu. Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent