Lukaku tilbúinn að taka á sig launalækkun til að komast aftur til Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 13:30 Romelu Lukaku vill komast til Ítalíu. Simon Stacpoole/Getty Images Orðrómar þess efnis að belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé að snúa aftur til Mílanóborgar verða sífellt háværari. Nú virðist sem framherjinn sé búinn að samþykkja launalækkun til að geta snúið aftur til Inter. Í gær greindi Vísir frá því að lögfræðingar Lukaku hafi verið á leið að hitta forráðamenn Inter til að ræða mögulega endurkomu framherjans. Lukaku lék með Inter frá árinu 2019 til 2021 áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea á 97,5 milljónir punda. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter var Lukaku tilbúinn að láta til sín taka í ensku úrvalsdeildinni. Það hefur engan veginn gengið eftir og nú vill hann komast aftur til Ítalíu. Ítalski miðillinn La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Lukaku hafi náð samkomulagi við Inter. Hann er tilbúinn að taka á sig verulega launalækkun svo vistaskiptin verði að veruleika. Lukaku þénar rúmlega tíu milljónir punda árlega hjá Chelsea ásamt því að hann á möguleika á allt að tveimur og hálfri milljón punda til viðbótar í bónusgreiðslum. Framherjinn hefur samþykkt að ganga í raðir Inter og fá „aðeins“ tæplega sex og hálfa milljón punda ári. Hann er þar með að samþykkja helmingi lægri laun árlega ef bónusgreiðslurnar eru teknar með í reikninginn. Eina sem þarf nú er að Inter sannfæri Chelsea um að viðurkenna að Lukaku muni ekki virka og hleypi honum því til Ítalíu. Nær öruggt er að um lánssamning yrði að ræða þar sem Inter hefur ekki efni á að kaupa leikmanninn um þessar mundir. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að lögfræðingar Lukaku hafi verið á leið að hitta forráðamenn Inter til að ræða mögulega endurkomu framherjans. Lukaku lék með Inter frá árinu 2019 til 2021 áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea á 97,5 milljónir punda. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter var Lukaku tilbúinn að láta til sín taka í ensku úrvalsdeildinni. Það hefur engan veginn gengið eftir og nú vill hann komast aftur til Ítalíu. Ítalski miðillinn La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Lukaku hafi náð samkomulagi við Inter. Hann er tilbúinn að taka á sig verulega launalækkun svo vistaskiptin verði að veruleika. Lukaku þénar rúmlega tíu milljónir punda árlega hjá Chelsea ásamt því að hann á möguleika á allt að tveimur og hálfri milljón punda til viðbótar í bónusgreiðslum. Framherjinn hefur samþykkt að ganga í raðir Inter og fá „aðeins“ tæplega sex og hálfa milljón punda ári. Hann er þar með að samþykkja helmingi lægri laun árlega ef bónusgreiðslurnar eru teknar með í reikninginn. Eina sem þarf nú er að Inter sannfæri Chelsea um að viðurkenna að Lukaku muni ekki virka og hleypi honum því til Ítalíu. Nær öruggt er að um lánssamning yrði að ræða þar sem Inter hefur ekki efni á að kaupa leikmanninn um þessar mundir.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira