Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 18:44 Erna Kristín hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytis. Stjórnarráðið Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna. Skipun Páls í embættið var mjög umdeild á sínum tíma en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní 2020 að Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið gegn jafnréttislögum með skipan hans. Páll var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember 2019 en hann hafði lengi verið virkur í Framsóknarflokknum og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi metið svo að Páll væri af þeim hæfastur. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll meðal þeirra. Auk Páls voru tvær konur og einn karl í hópnum. Fram kemur í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á vef stjórnarráðsins að Páll muni í Genf meðal annars vinna við að efla alþjóðlegt samstarf íslenskra stjórnvalda hvað varðar velferð og réttindi barna en einnig á sviði alþjóðavinnumála og alþjóðaheilbrigðismála. Hann muni á þeim sviðum meðal annars vinna að eflingu tengsla við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Erna Kristín er með með bakkalár- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur samkvæmt tilkynningunni mikla reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu og hefur haldið utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnvalda. Hún hefur gengt embætti skrifstofustjóra síðan 2019, fyrst á skrifstofu barna- og fjölskyldumála hjá félagsmálaráðuneytinu og nú síðast á skrifstofu barnamála í mennta- og barnamálaráðuneytingu. Áður var Erna verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu 2018 til 2019 þar sem hún leiddi vinnu um endurskoðun á málefnum barna. Þar áður var hún framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga árin 2016 til 2018 og lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, frá 2009 til 2016. Auk þess hefur hún sinnt ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum og meðal annars setið í stjórn og verið stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Vistaskipti Tengdar fréttir Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48 Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Skipun Páls í embættið var mjög umdeild á sínum tíma en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní 2020 að Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið gegn jafnréttislögum með skipan hans. Páll var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember 2019 en hann hafði lengi verið virkur í Framsóknarflokknum og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi metið svo að Páll væri af þeim hæfastur. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll meðal þeirra. Auk Páls voru tvær konur og einn karl í hópnum. Fram kemur í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á vef stjórnarráðsins að Páll muni í Genf meðal annars vinna við að efla alþjóðlegt samstarf íslenskra stjórnvalda hvað varðar velferð og réttindi barna en einnig á sviði alþjóðavinnumála og alþjóðaheilbrigðismála. Hann muni á þeim sviðum meðal annars vinna að eflingu tengsla við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Erna Kristín er með með bakkalár- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur samkvæmt tilkynningunni mikla reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu og hefur haldið utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnvalda. Hún hefur gengt embætti skrifstofustjóra síðan 2019, fyrst á skrifstofu barna- og fjölskyldumála hjá félagsmálaráðuneytinu og nú síðast á skrifstofu barnamála í mennta- og barnamálaráðuneytingu. Áður var Erna verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu 2018 til 2019 þar sem hún leiddi vinnu um endurskoðun á málefnum barna. Þar áður var hún framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga árin 2016 til 2018 og lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, frá 2009 til 2016. Auk þess hefur hún sinnt ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum og meðal annars setið í stjórn og verið stjórnarformaður UNICEF á Íslandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Vistaskipti Tengdar fréttir Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48 Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48
Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07