Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:59 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51
Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20