„Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur, hann fær allt of mikið af símtölum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 22:00 Jessý hefur fengið tugi símtala í dag sem áttu öll að berast Binna, starfsmanni Sáms Sápugerðar. Vísir Háskólaneminn Jessý Jónsdóttir lenti í þeim óheppilegu aðstæðum í dag að starfsmaður Sáms Sápugerðar hafði, líklega óvart, látið áframsenda öll símtöl í hennar símanúmer. „Fyrsta símtalið kemur klukkan 9:57 í morgun, sem ég náði ekki að svara. Svo er þetta bara búinn að vera stríður straumur,“ segir Jessý í samtali við fréttastofu. Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur. Hann fær alltof mikið af símtölum— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég var að keyra, á leiðinni til læknis, og þá fékk ég símtal og það byrjar á því að ég er spurð hvort þetta sé Binni. Ég svara neitandi, þetta sé Jessý. Þá spyr hann mig hvort Binni sé þarna og ég svara aftur neitandi, enginn Binni hér. Svo hringir hann aftur nokkrum sekúndum síðar og biðst afsökunar, hann sé að hringja í skakkt númer,“ segir Jessý og heldur áfram. „Svo hringir hann aftur og spyr hvort þetta sé Binni. Nei, ég er ekki Binni, það er enginn Binni hérna. Svo bara gerist þetta nokkrum sinnum í röð,“ segir Jessý. Hún segir þennan sama mann hafa furðað sig á mistökunum, hann hafi jú rætt við téðan Binna daginn áður í þessu símanúmeri. ertu viss um að þetta sé ekki hjá Brynjólfi? hljóma ég eins og Brynjólfur??? Þetta er bara ennþá Jessý sko. Eins og áðan — Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hélt þetta væri símaat Jessý segist svo hafa komist að því að allt þetta ókunnuga fólk, sem var að hringja í hana, var að reyna að ná sambandi við Brynjólf nokkurn starfsmann Sáms Sápugerðar. „Þetta voru allt karlmenn og núna í kring um fjögur eiginlega snappaði ég á þann sem var að hringja, tíundi maðurinn eða eitthvað, og spyr hann hvort þetta sé nokkuð símaat. Hann bara ha? Ég veit ekki hversu margir eru búnir að hringja í mig að biðja um Brynjólf og ég spyr þennan mann hvort þetta sé símaat, ég greinilega geri ekki greinamun á karlmannsröddum,“ segir Jessý og hlær. „Hann svarar: Nei, Brynjólfur kom til mín í gær og ég ætlaði að selja honum bíl, ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Jessý. Fyndnasta samt þegar sama fólkið var að hringja í 3x-4x skiptið og bara HAAA ég er að skrifa rétt númer!!! Ég talaði við hann í gær— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hún segir manninn hafa gefið henni upp símanúmerið sem hann var að reyna að hringja í, sem reyndist símanúmer skráð á Sám Sápugerð. Svo virðist sem einhver hafi óvart látið áframsenda öll símtöl, sem bárust í það númer, á hana. „Það fyndnasta er að þetta voru greinilega allt viðskiptavinir sem áttu inni sápu hjá Sápugerðinni, af því að hann rekur þessa sápugerð,“ segir Jessý. „Ég benti bara á að það þyrfti einhver annar að reyna að ná á hann því ég get ekki hringt í mitt símfyrirtæki því hann er augljóslega að láta áframsenda símtölin til mín en ekki öfugt. Ég held að einhver vinur hans hafi á endanum látið hann vita því þetta stoppaði um fimm leytið.“ Ahahahaha dagsatt pic.twitter.com/62Q7lkpv3e— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég er að pæla að gera þetta bara á móti“ Hún segist hafa verið farin að skella á símtöl sem bárust henni þar sem hún var handviss um að þau væru til Brynjólfs, en ekki til hennar sjálfrar. „Ég hélt það væri bara verið að gera símaat í mér þarna í lokin, mér fannst ekki geta verið að þetta væri enn svona. Ég hélt þetta væri bara sami maðurinn, einhver vinur minn, sem væri búinn að vera að grínast í allan dag.“ Hún segist ekkert hafa heyrt í Brynjólfi sjálfum en þurfi eiginlega að senda honum tölvupóst til að leiðrétta mistökin. „Ætli hann hafi ekki náð í símfyrirtækið sitt og leiðrétt þetta með einhverjum hætti. Ég er að fara erlendis, ég er að pæla að gera þetta bara á móti. Skrá númerið hans svo símtölin til mín fari til hans. Hann getur þá tekið við símtölum frá ömmum mínum og öfum,“ segir Jessý í gríni. Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
„Fyrsta símtalið kemur klukkan 9:57 í morgun, sem ég náði ekki að svara. Svo er þetta bara búinn að vera stríður straumur,“ segir Jessý í samtali við fréttastofu. Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur. Hann fær alltof mikið af símtölum— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég var að keyra, á leiðinni til læknis, og þá fékk ég símtal og það byrjar á því að ég er spurð hvort þetta sé Binni. Ég svara neitandi, þetta sé Jessý. Þá spyr hann mig hvort Binni sé þarna og ég svara aftur neitandi, enginn Binni hér. Svo hringir hann aftur nokkrum sekúndum síðar og biðst afsökunar, hann sé að hringja í skakkt númer,“ segir Jessý og heldur áfram. „Svo hringir hann aftur og spyr hvort þetta sé Binni. Nei, ég er ekki Binni, það er enginn Binni hérna. Svo bara gerist þetta nokkrum sinnum í röð,“ segir Jessý. Hún segir þennan sama mann hafa furðað sig á mistökunum, hann hafi jú rætt við téðan Binna daginn áður í þessu símanúmeri. ertu viss um að þetta sé ekki hjá Brynjólfi? hljóma ég eins og Brynjólfur??? Þetta er bara ennþá Jessý sko. Eins og áðan — Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hélt þetta væri símaat Jessý segist svo hafa komist að því að allt þetta ókunnuga fólk, sem var að hringja í hana, var að reyna að ná sambandi við Brynjólf nokkurn starfsmann Sáms Sápugerðar. „Þetta voru allt karlmenn og núna í kring um fjögur eiginlega snappaði ég á þann sem var að hringja, tíundi maðurinn eða eitthvað, og spyr hann hvort þetta sé nokkuð símaat. Hann bara ha? Ég veit ekki hversu margir eru búnir að hringja í mig að biðja um Brynjólf og ég spyr þennan mann hvort þetta sé símaat, ég greinilega geri ekki greinamun á karlmannsröddum,“ segir Jessý og hlær. „Hann svarar: Nei, Brynjólfur kom til mín í gær og ég ætlaði að selja honum bíl, ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Jessý. Fyndnasta samt þegar sama fólkið var að hringja í 3x-4x skiptið og bara HAAA ég er að skrifa rétt númer!!! Ég talaði við hann í gær— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hún segir manninn hafa gefið henni upp símanúmerið sem hann var að reyna að hringja í, sem reyndist símanúmer skráð á Sám Sápugerð. Svo virðist sem einhver hafi óvart látið áframsenda öll símtöl, sem bárust í það númer, á hana. „Það fyndnasta er að þetta voru greinilega allt viðskiptavinir sem áttu inni sápu hjá Sápugerðinni, af því að hann rekur þessa sápugerð,“ segir Jessý. „Ég benti bara á að það þyrfti einhver annar að reyna að ná á hann því ég get ekki hringt í mitt símfyrirtæki því hann er augljóslega að láta áframsenda símtölin til mín en ekki öfugt. Ég held að einhver vinur hans hafi á endanum látið hann vita því þetta stoppaði um fimm leytið.“ Ahahahaha dagsatt pic.twitter.com/62Q7lkpv3e— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég er að pæla að gera þetta bara á móti“ Hún segist hafa verið farin að skella á símtöl sem bárust henni þar sem hún var handviss um að þau væru til Brynjólfs, en ekki til hennar sjálfrar. „Ég hélt það væri bara verið að gera símaat í mér þarna í lokin, mér fannst ekki geta verið að þetta væri enn svona. Ég hélt þetta væri bara sami maðurinn, einhver vinur minn, sem væri búinn að vera að grínast í allan dag.“ Hún segist ekkert hafa heyrt í Brynjólfi sjálfum en þurfi eiginlega að senda honum tölvupóst til að leiðrétta mistökin. „Ætli hann hafi ekki náð í símfyrirtækið sitt og leiðrétt þetta með einhverjum hætti. Ég er að fara erlendis, ég er að pæla að gera þetta bara á móti. Skrá númerið hans svo símtölin til mín fari til hans. Hann getur þá tekið við símtölum frá ömmum mínum og öfum,“ segir Jessý í gríni.
Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira