„Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur, hann fær allt of mikið af símtölum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 22:00 Jessý hefur fengið tugi símtala í dag sem áttu öll að berast Binna, starfsmanni Sáms Sápugerðar. Vísir Háskólaneminn Jessý Jónsdóttir lenti í þeim óheppilegu aðstæðum í dag að starfsmaður Sáms Sápugerðar hafði, líklega óvart, látið áframsenda öll símtöl í hennar símanúmer. „Fyrsta símtalið kemur klukkan 9:57 í morgun, sem ég náði ekki að svara. Svo er þetta bara búinn að vera stríður straumur,“ segir Jessý í samtali við fréttastofu. Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur. Hann fær alltof mikið af símtölum— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég var að keyra, á leiðinni til læknis, og þá fékk ég símtal og það byrjar á því að ég er spurð hvort þetta sé Binni. Ég svara neitandi, þetta sé Jessý. Þá spyr hann mig hvort Binni sé þarna og ég svara aftur neitandi, enginn Binni hér. Svo hringir hann aftur nokkrum sekúndum síðar og biðst afsökunar, hann sé að hringja í skakkt númer,“ segir Jessý og heldur áfram. „Svo hringir hann aftur og spyr hvort þetta sé Binni. Nei, ég er ekki Binni, það er enginn Binni hérna. Svo bara gerist þetta nokkrum sinnum í röð,“ segir Jessý. Hún segir þennan sama mann hafa furðað sig á mistökunum, hann hafi jú rætt við téðan Binna daginn áður í þessu símanúmeri. ertu viss um að þetta sé ekki hjá Brynjólfi? hljóma ég eins og Brynjólfur??? Þetta er bara ennþá Jessý sko. Eins og áðan — Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hélt þetta væri símaat Jessý segist svo hafa komist að því að allt þetta ókunnuga fólk, sem var að hringja í hana, var að reyna að ná sambandi við Brynjólf nokkurn starfsmann Sáms Sápugerðar. „Þetta voru allt karlmenn og núna í kring um fjögur eiginlega snappaði ég á þann sem var að hringja, tíundi maðurinn eða eitthvað, og spyr hann hvort þetta sé nokkuð símaat. Hann bara ha? Ég veit ekki hversu margir eru búnir að hringja í mig að biðja um Brynjólf og ég spyr þennan mann hvort þetta sé símaat, ég greinilega geri ekki greinamun á karlmannsröddum,“ segir Jessý og hlær. „Hann svarar: Nei, Brynjólfur kom til mín í gær og ég ætlaði að selja honum bíl, ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Jessý. Fyndnasta samt þegar sama fólkið var að hringja í 3x-4x skiptið og bara HAAA ég er að skrifa rétt númer!!! Ég talaði við hann í gær— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hún segir manninn hafa gefið henni upp símanúmerið sem hann var að reyna að hringja í, sem reyndist símanúmer skráð á Sám Sápugerð. Svo virðist sem einhver hafi óvart látið áframsenda öll símtöl, sem bárust í það númer, á hana. „Það fyndnasta er að þetta voru greinilega allt viðskiptavinir sem áttu inni sápu hjá Sápugerðinni, af því að hann rekur þessa sápugerð,“ segir Jessý. „Ég benti bara á að það þyrfti einhver annar að reyna að ná á hann því ég get ekki hringt í mitt símfyrirtæki því hann er augljóslega að láta áframsenda símtölin til mín en ekki öfugt. Ég held að einhver vinur hans hafi á endanum látið hann vita því þetta stoppaði um fimm leytið.“ Ahahahaha dagsatt pic.twitter.com/62Q7lkpv3e— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég er að pæla að gera þetta bara á móti“ Hún segist hafa verið farin að skella á símtöl sem bárust henni þar sem hún var handviss um að þau væru til Brynjólfs, en ekki til hennar sjálfrar. „Ég hélt það væri bara verið að gera símaat í mér þarna í lokin, mér fannst ekki geta verið að þetta væri enn svona. Ég hélt þetta væri bara sami maðurinn, einhver vinur minn, sem væri búinn að vera að grínast í allan dag.“ Hún segist ekkert hafa heyrt í Brynjólfi sjálfum en þurfi eiginlega að senda honum tölvupóst til að leiðrétta mistökin. „Ætli hann hafi ekki náð í símfyrirtækið sitt og leiðrétt þetta með einhverjum hætti. Ég er að fara erlendis, ég er að pæla að gera þetta bara á móti. Skrá númerið hans svo símtölin til mín fari til hans. Hann getur þá tekið við símtölum frá ömmum mínum og öfum,“ segir Jessý í gríni. Grín og gaman Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Sjá meira
„Fyrsta símtalið kemur klukkan 9:57 í morgun, sem ég náði ekki að svara. Svo er þetta bara búinn að vera stríður straumur,“ segir Jessý í samtali við fréttastofu. Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur. Hann fær alltof mikið af símtölum— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég var að keyra, á leiðinni til læknis, og þá fékk ég símtal og það byrjar á því að ég er spurð hvort þetta sé Binni. Ég svara neitandi, þetta sé Jessý. Þá spyr hann mig hvort Binni sé þarna og ég svara aftur neitandi, enginn Binni hér. Svo hringir hann aftur nokkrum sekúndum síðar og biðst afsökunar, hann sé að hringja í skakkt númer,“ segir Jessý og heldur áfram. „Svo hringir hann aftur og spyr hvort þetta sé Binni. Nei, ég er ekki Binni, það er enginn Binni hérna. Svo bara gerist þetta nokkrum sinnum í röð,“ segir Jessý. Hún segir þennan sama mann hafa furðað sig á mistökunum, hann hafi jú rætt við téðan Binna daginn áður í þessu símanúmeri. ertu viss um að þetta sé ekki hjá Brynjólfi? hljóma ég eins og Brynjólfur??? Þetta er bara ennþá Jessý sko. Eins og áðan — Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hélt þetta væri símaat Jessý segist svo hafa komist að því að allt þetta ókunnuga fólk, sem var að hringja í hana, var að reyna að ná sambandi við Brynjólf nokkurn starfsmann Sáms Sápugerðar. „Þetta voru allt karlmenn og núna í kring um fjögur eiginlega snappaði ég á þann sem var að hringja, tíundi maðurinn eða eitthvað, og spyr hann hvort þetta sé nokkuð símaat. Hann bara ha? Ég veit ekki hversu margir eru búnir að hringja í mig að biðja um Brynjólf og ég spyr þennan mann hvort þetta sé símaat, ég greinilega geri ekki greinamun á karlmannsröddum,“ segir Jessý og hlær. „Hann svarar: Nei, Brynjólfur kom til mín í gær og ég ætlaði að selja honum bíl, ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Jessý. Fyndnasta samt þegar sama fólkið var að hringja í 3x-4x skiptið og bara HAAA ég er að skrifa rétt númer!!! Ég talaði við hann í gær— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hún segir manninn hafa gefið henni upp símanúmerið sem hann var að reyna að hringja í, sem reyndist símanúmer skráð á Sám Sápugerð. Svo virðist sem einhver hafi óvart látið áframsenda öll símtöl, sem bárust í það númer, á hana. „Það fyndnasta er að þetta voru greinilega allt viðskiptavinir sem áttu inni sápu hjá Sápugerðinni, af því að hann rekur þessa sápugerð,“ segir Jessý. „Ég benti bara á að það þyrfti einhver annar að reyna að ná á hann því ég get ekki hringt í mitt símfyrirtæki því hann er augljóslega að láta áframsenda símtölin til mín en ekki öfugt. Ég held að einhver vinur hans hafi á endanum látið hann vita því þetta stoppaði um fimm leytið.“ Ahahahaha dagsatt pic.twitter.com/62Q7lkpv3e— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég er að pæla að gera þetta bara á móti“ Hún segist hafa verið farin að skella á símtöl sem bárust henni þar sem hún var handviss um að þau væru til Brynjólfs, en ekki til hennar sjálfrar. „Ég hélt það væri bara verið að gera símaat í mér þarna í lokin, mér fannst ekki geta verið að þetta væri enn svona. Ég hélt þetta væri bara sami maðurinn, einhver vinur minn, sem væri búinn að vera að grínast í allan dag.“ Hún segist ekkert hafa heyrt í Brynjólfi sjálfum en þurfi eiginlega að senda honum tölvupóst til að leiðrétta mistökin. „Ætli hann hafi ekki náð í símfyrirtækið sitt og leiðrétt þetta með einhverjum hætti. Ég er að fara erlendis, ég er að pæla að gera þetta bara á móti. Skrá númerið hans svo símtölin til mín fari til hans. Hann getur þá tekið við símtölum frá ömmum mínum og öfum,“ segir Jessý í gríni.
Grín og gaman Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Sjá meira